Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

20 Menntamálastofnun | 2021 Ferli gagnvirks lestrar Gagnvirkur lestur: Ferlið Þessi glæra sýnir ferlið sem gengur hring eftir hring eftir því sem lengra er lesið í texta. Hæfileg eining texta er valin til að lesa upp- hátt. Í byrjun þurfa kennarar oft að stýra magni þess texta sem lesinn er í einu. Ef valið er að lesa í paralestri er skipst á að lesa og fara eftir ferlinu en einnig er hægt að hlusta á barnið lesa upphátt texta í hæfilegum hlutum í einu og fylgja ferlinu eftir hvern hluta. Það er þó töluverður ávinningur af því að for- eldri lesi á móti barninu, t.d. getur foreldri verið góð fyrirmynd hvað varðar framkvæmd og lestrarlag og svo verður lestrarstundin létt- ari og ánægjulegri í augum barnsins. Skýra út það sem er óljóst: Það þarf iðulega að hvetja börn til að leita útskýringa á orðum og hugtökum, oft heyrist á rödd þeirra þegar skilning þrýtur. Stundum má líka gera ráð fyrir hvaða orð það eru sem börnin hafa líklega ekki heyrt áður. Þegar orð eru útskýrð er mjög gott að setja þau í annað samhengi til að auka líkur á að þau festist í minni. Draga saman helstu efnisatriði: Það þarf mjög oft að aðstoða börn við að draga fram aðalatriðin til að byrja með en svo eykst færni þeirra. Það getur verið sniðugt að biðja þau um að segja það mikilvægasta í eins fáum orðum og þau geta. Spyrja spurninga: Það getur stundum reynst erfitt að finna heppilegar spurningar. Það er mikilvægt að börnin átti sig á að það má spyrja um hvað sem er tengt lesefninu, hvort sem það er beint úr textanum eða um eitt- hvað úr eigin reynsluheimi eða vangaveltum Gagnvirkur lestur: Ferlið Glæra 12 og skoðunum. Í sumum bókum eru spurn- ingar úr textanum í bókinni sjálfri og um að gera að nýta þær ef vill. Spá fyrir um framhaldið: Fyrri þekking er notuð til að spá fyrir um framhaldið, þannig sýnir barnið skilning sinn á því semhefur komið fram í textanum með því að spá fyrir um það sem gerist næst. Mikilvægt er að börnin skilji að þetta er ekki spurningakeppni, það er allt í lagi að hafa rangt fyrir sér og mjög gott að ræða muninn á forspánni og raunverulegum atburðum þegar lestrinum er haldið áfram og framhaldið kemur í ljós. Á ekki við um fræðitexta. Hvað skyldi gerast næst? Spyrja fjöl- breyttra opinna spurninga sem hvetja til ígrund- unar Ekki endur- segja heildina heldur draga fram það mikil- vægasta Hafa frum- kvæði að því að ræða merkingu orða og hugtaka Velja hæfilega langar einingar og lengja eftir því sem hæfni eykst Spyrja spurninga Draga saman helstu efnis- atriði Skýra út það sem er óljóst Lesa texta Spá fyrir um framhaldið ef það er hægt     

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=