Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur
19 Menntamálastofnun | 2021 Aðalatriðið á þessum tveimur glærum er að: • Stýrifærni þarf að þjálfa eins og annað. • Ef börn hafa lítið úthald er hægt að lengja tímann sem lesið er í litlum skrefum. Ef texti vex börnum mjög í augum getur for- eldri lesið meirihlutann og hægt og rólega aukið hluta barnsins. Lesskilningsaðferðir miða flestar að því að hjálpa lesaranum að gera sér grein fyrir því innra hugarferli sem á sér stað þegar glímt er við texta og fá honum verkfæri í hendur til að takast á við hindranir. Gagnvirkur paralestur er góð aðferð til að efla þetta tvennt, það er auðveldara að takast á við texta í samvinnu við foreldri sem styður við þegar þarf og með því að lesa og ræða skipulega saman þjálfast þetta innra hugarferli. Stýrifærni Rím og lím Ég vel rím, sagði Valur. Og ég vel rím, sagði Emil. Ég vel ekki rím, sagði Lára, ég vil líma. Hræðilegur glæpur „Það er búið að stela teningnum mínum.“ „Teningnum þínum?” endurtók hann hissa og leit ósjálfrátt niður á bringu Mortimers þar sem hundraðhliða- teningurinn átti að hanga í silfurkeðju. Annar af stóru teningunum tveimur. Teningur Dauðans. Sá sem deildi út æviárum mannanna. En þar var enga keðju að sjá. Engan tening. „Hvenær?” Glæra 11
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=