Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur
18 Menntamálastofnun | 2021 Stýrifærni Stýrifærni er sú hæfni sem við notum til að stjórna hugsunum okkar, tilfinningum og at- ferli þannig að við náum að gera það sem við ætlum okkur, hvort sem það er að púsla, fara á milli staða eða lesa texta okkur til skiln- ings. Lesskilningur er afar flókið ferli og háður mörgum þáttum eins og reynt er að útskýra fyrir foreldrum í þessari fræðslu. Að hafa stjórn á sjálfum sér og ná að einbeita sér er afar mik- ilvægt til að lesturinn verði árangursríkur. Eftir því sem textar þyngjast verður þraut- seigja æ mikilvægari, að barn haldi út að ein- beita sér og ígrunda lengri og þyngri texta. Hér er dæmi um tvo texta þar sem hægt er að sýna foreldrum muninn á texta fyrir byrjendur þar sem áherslan er á að kenna umskráningu og svo texta fyrir miðstig sem er mun flókn- ari, inniheldur lengri orð, setningar og máls- greinar, fleiri greinarmerki, beina ræðu og óbeina í sama texta og ýmsar tilvísanir og tengingar. Stýrifærni Lestur er flókin athöfn sem krefst fleira en bara þess að geta umskráð einstök orð og málsgreinar. Það þarf t.d. að ... • lesa orðin og skilja, • átta sig á merkingu heildarinnar sem er lesin og tengja við aðra þekkingu, • beita útsjónarsemi og leita leiða þegar skilning skortir, • og halda einbeitingu og þraut- seigju jafnvel þó textinn sé þungur og truflun sé í umhverfinu. Glæra 10
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=