Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur
16 Menntamálastofnun | 2021 Bakgrunnsþekking Ályktunarhæfni Við lestur er sífellt verið að máta innihald text- ans við það sem lesarinn veit fyrir og það er mun auðveldara að lesa um eitthvað sem við- komandi hefur reynslu af. Barn sem æfir fót- bolta en þekkir ekki til hesta á auðveldara með að skilja lýsingar sem það les tengdar fótboltaiðkun en hestamennsku, enda getur barnið auðveldlega séð fyrir sér það sem er að gerast í texta um fótbolta. Barn sem er alið upp á fjárbúi á mun auðveldara með að átta sig á texta um sauðburð eða réttir en barn sem hefur ekki reynslu af sveitinni o.s.frv. Hér er gott að leggja áherslu á að börn græða á að eiga sem auðugastan reynsluheim og með því að lesa með þeim og ræða um inni- haldið erum við að auðga þennan reynslu- heim enn frekar. Með því að ræða til dæmis um það sem fyrir augu ber þegar ferðast er eða hlusta saman á fréttir hjálpar einnig til við að auka þekkingu og orðaforða. Það er gott að tengja þessa glæru við þá síðustu um orðaforða, því þekking okkar er að miklu leyti bundin í orðaforða, einstaklingar hafa orð yfir það sem þeir vita. Ályktunarhæfni er að skilja hvað er verið að meina þrátt fyrir að það standi ekki berum orðum í textanum. Í samræðum og við hlustun heyrast blæbrigði raddarinnar sem gefa til kynna að einhver sé t.d. óöruggur, spenntur o.s.frv. en þegar lesið er þarf oft að átta sig á því sem liggur milli línanna, stendur ekki beinum orðum. Þarna hafa bakgrunnsþekk- ing og orðaforði mikil áhrif. Oft þarf að benda börnum á þetta í texta og þá er gott að nota tækifærið í spurningunum og spyrja hvernig barnið haldi að einhverri persónu líði eða eitt- hvað álíka. Bakgrunnsþekking • Ekkert hefur jafnmikil áhrif á nám okkar og skilning eins og það sem við þegar vitum (Harvey og Goud- vis, 2013). • Þegar við lesum erum við stöðugt að máta innihald textans við það sem við vissum fyrir og ígrunda innihaldið í takti við það. Eftir því sem við höfum víðtækari og dýpri þekkingu á lesefninu gengur okkur betur að átta okkur á innihaldi text- ans. • Ný þekking dagsins í dag er bak- grunnsþekking morgundagsins. Glæra 8 Ályktunarhæfni Hvað stendur ekki berum orðum en lesandinn á samt að átta sig á? Að hverju er verið að ýja milli línanna? Barnfóstran las draugasögu fyrir svefn- inn og systkinin vildu hafa ljósið kveikt um nóttina. Glæra 9
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=