Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur
15 Menntamálastofnun | 2021 Orðaforði • Tungumálið er undirstaða lestrar og náms. • Orð eru verkfæri hugans (Vygotsky). • Þekking okkar er að miklu leyti bundin í orðaforða, þ.e. við höfum orð yfir það sem við vitum. • Nemendur eiga erfitt með að skilja, hugsa og ræða um þá hluti sem þeir eiga ekki orð yfir. Glæra 7 Orðaforði Orðaforði yfir daglegar athafnir inni á heim- ilum er ekki mjög fjölbreyttur, sömu orðin yfir athafnir og nærumhverfi eru notuð og í dag- legum samskiptum á heimilum er óvíst að vandi barna með slakan orðaforða komi fram. Það er ekki víst að foreldrar átti sig á nauð- syn þess að efla orðaforða barna eða hvaða áskoranir í námi bíða þeirra barna sem hafa lítinn orðaforða. Hér er einkum lögð áherslu á þrennt: • Að það sé börnunum mjög erfitt að skilja og ræða um hluti sem þau hafa ekki orð yfir og það hafi slæm áhrif bæði á nám og samskipti. • Að lestur og samræður sé ein besta leiðin til að öðlast nýjan orðaforða og því sé verið að leggja áherslur á gagnvirkan paralestur sem gefur góð tækifæri til að ræða orð og hugtök. • Að mikilvægt sé að hlusta eftir því hvort að börnin skilji ekki einhver orð því þau vilja stundum bara drífa sig í gegnum heima- lesturinn og ekki eyða tíma í umræður um orð. Þá þarf fullorðni aðilinn að vera vakandi og hafa frumkvæði. Það heyrist t.d. oft á blæbrigðum í lestrinum hvort að barn skilur innihaldið eða ekki. Upplýsingar um orðaforða og tengsl hans við lesskilning má finna á Læsisvefnum : • Um orðaforða og lesskilning Stuðningsefni
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=