Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

14 Menntamálastofnun | 2021 Undirstöður lesskilnings: Fimm þættir Lesfimi Lesfimi er sjálfvirkur, nákvæmur lestur og gott lestrarlag (hæfilegur hraði, réttar áherslur og gott hljómfall). Þegar lestur er sjálfvirkur og réttur er auðveldara að leggja merkingu í textann. Umræða um lesfimi er stundum á þá leið að ofuráhersla sé á óþarflega mikinn leshraða og flestir kennarar hafa sjálfsagt fengið spurning- una „skiptir hraðinn einhverju máli ef lesskiln- ingur er góður?“ Staðreyndin er sú að flæðið í lestrinum skiptir máli að því leyti að þegar er hægt á lestrinum til að umskrá orð, leiðrétta sig og slíkt, hefur það neikvæð áhrif á lesskilning- inn. Lesfimi og lesskilningur haldast í hendur þannig að góð lesfimi með réttum áherslum eykur lesskilning og góður lesskilningur eykur líkur á réttum áherslum. Slök lesfimi og rangar áherslur hafa neikvæð áhrif á skilning og lítill skilningur hefur þau áhrif að erfitt er að setja réttar áherslur í lesturinn. Börn sem eiga erfitt með lestur lesa oft mjög eintóna. Sem sagt, ef lesari veit nákvæmlega hvað er að gerast í textanum á hann auðveldara með að beita blæbrigðum raddar rétt, til dæmis að hækka rödd aðeins þegar um spurningu er að ræða, jafnvel þó að hann sé að lesa textann í fyrsta skiptið. Þannig hafa líklega flestir lent í því að lesa með röngum áherslum, farið til baka í upphaf málsgreinar og leiðrétt áherslur í sam- ræmi við merkingu textans. Lesfimi er grunnur að lesskilningi • Til að eiga möguleika á að skilja texta verður nemandinn að geta lesið (umskráð) hann. • Góð lesfimi styður við lesskilning og lítil færni í lesfimi getur hindrað skilninginn. • Lesfimi er ekki bara leshraði, en hraðinn skiptir máli að því leyti að þegar hægt er á lestrinum til að umskrá orð hefur það neikvæð áhrif á lesskilninginn. • Þegar við lesum viljum við að orkan fari í að hugsa um innihaldið en ekki að umskrá orðin með erfiðis- munum. Glæra 6 Á Læsisvefnum er að finna ítarlegar upp- lýsingar og aðferðir til að þjálfa lesfimi: • Um lesfimi • Lesfimiaðferðir Stuðningsefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=