Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

13 Menntamálastofnun | 2021 Mikilvæg hugtök Ólíklegt er að foreldrar hafi þekkingu á lykil- hugtökum tengd lestri og því getur verið gott að gefa sér tíma til að fara stuttlega yfir þau þrátt fyrir að ítarlega sé farið yfir þau á næstu glærum: Lesfimi: Sjálfvirkur, nákvæmur lestur og gott lestrarlag (hæfilegur hraði, réttar áherslur og gott hljómfall). Þegar lestur er sjálfvirkur og réttur er auðveldara fyrir lesarann að leggja merkingu í textann. Orðaforði: Öll þau orð sem einstaklingur hefur á valdi sínu, bæði virkur orðaforði sem er notaður daglega og óvirkur orðaforði sem einstaklingur notar lítið en skilur. Þekking á uppbyggingu texta: Ef lesari er kunnugur formi textans sem hann les verður lesturinn auðveldari. Til dæmis er uppbygg- ing fræðitexta og skáldsagna yfirleitt ólík og mikilvægt að kunna að greina þar á milli. Bakgrunnsþekking: Lesari notar fyrri þekk- ingu á efninu og ýmsu því tengdu til að skilja það sem hann les. Nýjar upplýsingar úr text- anum eru tengdar við fyrri þekkingu. Ályktunarhæfni: Að átta sig á því sem ekki stendur beinum orðum. Stýrifærni: Hugræn ferli sem einstaklingur notar til að skipuleggja, flokka, hefja og ljúka verkefnum á meðan hann stjórnar tíma, at- hygli og tilfinningum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=