Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur
12 Menntamálastofnun | 2021 Lesskilningur Tilgangur glærunnar er að veita yfirsýn yfir lykilþætti sem stuðla að góðum lesskilningi. Aðaláherslan er á lesfimi og orðaforða og mikilvægt að allir átti sig á því að hvort tveggja þarf að eflast og þroskar í samræmi við stigþyngjandi lesefni og kröfur í námi. Margir falla í þá gryfju að hætta að þjálfa lestur þegar börnin eru komin á miðstig eða jafnvel fyrr, sérstaklega ef börnunum hefur gengið ágætlega að ná lesfimiviðmiðum. Barn sem getur við lok fyrsta bekkjar auðveldlega lesið lestrarbók fyrir byrjendur og skilið innihaldið þarf áframhaldandi þjálfun til að ráða við til dæmis lengri skáldsögu eða fræðitexta. Eftir því sem textar þyngjast eru fleiri löng og fram- andi orð, málsgreinar lengjast, tengingar milli málsgreina, blaðsíða og kafla verða fleiri og flóknari. Textinn verður fjölbreyttari, þ.e. hann getur verið blandaður fyrstu persónu frásögn, samtölum, endurliti og fleiru. Ýmislegt fer að Lesskilningur Er flókið fyrirbæri en fyrst og fremst háður tveimur þáttum: • Lesfimi - að geta lesin orðin. • Orðaforða - að skilja orðin sem lesin eru. Fleiri þættir hafa áhrif: • Þekking á uppbyggingu texta • Bakgrunnsþekking • Ályktunarhæfni • Stýrifærni Glæra 5 liggja á milli línanna, þ.e. lesari þarf að skilja eitthvað sem ekki er sagt beinum orðum og krafa um bakgrunnsþekkingu og ályktunar- hæfni eykst. Þessi hæfni þarf að fá að vaxa með börnum gegnum fjölbreytta texta sem þyngjast stig af stigi.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=