Samvinna um læsi - Tillaga um gagnvirkan lestur

11 Menntamálastofnun | 2021 Þegar börn fá tækifæri til að lesa með og ræða við fullorðinn aðila sem er reyndur lesari og býr yfir meiri þekkingu, styður það við mögu- leika barnsins að tileinka sér þá hæfni sem er m.a. fólgin í því að nýta sér ritaðan texta til upplýsingaöflunar. Sú hæfni nýtist barninu þá einnig í sjálfstæðum lestri, þ.e. þessi ígrundun verður eðlilegur hluti af því að lesa. Fyrir þau börn sem eiga erfitt með lestur er stuðningur fullorðinna ómetanlegur og forsenda þess að ná árangri, því auk þess að efla ofangreinda hæfni hjá barninu þarf að hjálpa því þegar það rekur í vörðurnar. Það þarf að leggja mikla áherslu á mikilvægi þess að foreldrar gefi sér tíma og séu virkir hlustendur og þátttakendur í lestrinum og umræðunum. Það eru góð skilaboð til for- eldra að sá tími sem notaður er í umræður og orðskýringar sé vel varið. Mikilvægi þess að ræða texta • Þegar við ræðum saman um texta á skipulegan hátt aukum við líkur á skilningi og festum innihaldið betur í minni. • Að lesa með barninu sínu og ræða við það styður við lestrarnám þess og veitir aðhald. Það gefur líka góð tækifæri til að víkka út umræðuna og kynna sér ýmis málefni sem byggja upp þekkingargrunn. • Fyrir þá sem eiga erfitt með lestur og skilning eru markvissar samræður ómetanlegt tækifæri til að læra að hugsa eins og reyndur lesari. Glæra 4 Mikilvægi þess að ræða innihald texta Á Læsisvef Menntamálastofnunar má finna umfjöllun um hæfnina sem ein- kennir góða lesara en hann spyr meðal annars spurninga, kann að draga álykt- anir og greina aðalatriði í texta: • Hvað einkennir góðan lesara Stuðningsefni

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=