Samvinna um læsi

9 Menntamálastofnun | 2021 Tillaga að framkvæmd Það er að ýmsu að hyggja þegar fræðslufundur er skipulagður og boðað til hans. Ákveða þarf efnistök, hver eða hverjir eigi að flytja efnið og hvort fræðslunni verði fylgt eftir með hvatningu, upprifjun eða með öðrum hætti. Gott er að hafa í huga að gott skipulag, skýr rammi um fræðslu- fundinn og viðvera skólastjórnenda eru skýr skilaboð til foreldra um mikilvægi fundarins. Hér fyrir neðan er hugmynd að skipulagi sem hægt er að hafa til hliðsjónar þegar valin er heppilegasta leiðin fyrir skólann varðandi námskeiðshaldið. Athugið að þetta er einungis dæmi um útfærslu. VERKEFNI Fyrirkomulag fundartíma Fundarboð og skráning Flutningur efnis FRAMKVÆMD ÁBYRGÐARAÐILI Tveir fundir haldnir, annar að kvöldi og hinn að morgni, nokkrir dagar hafðir á milli. Stjórnandi sér um að kanna og velja hentugar dagsetningar í samstarfi við umsjónar- og sérkennara. Umsjónarkennarar útskýra tilgang með fræðslunni og sjá til þess að allir for- eldrar fái fundarboð. Ef hentar getur verið gott að nota viðtalsdag til skrán- ingar en annars tölvupóst eða aðrar leiðir. Umsjónarkennarar taka við skrán- ingum og fyrirspurnum frá foreldrum. Ef ætlast er til þátttöku frá heimilum allra barna en einhverjir svara ekki kannar stjórnandi hvað veldur því og lausna er leitað. Umsjónarkennari sér til þess að mætingarblað þar sem for- eldrar skrá viðveru sé til staðar á fundinum svo hægt sé að fá yfirlit yfir raun- verulega mætingu og koma upplýsingum til þeirra sem ekki komust. Ábyrgðaraðilar skipta efninu á milli sín í samræmi við hlutverk sitt en sérkenn- ari ber ábyrgð á að setja efnið saman í eina heild. Sérkennari gerir grein fyrir störfum sínum, skimunum, vísbendingum um vanda, viðmiðum og því sem mætti flokka sem fræðilega hluta kynningarinnar. Umsjónarkennari segir frá kennsluaðferðum s.s. innlögn, lestri í skóla og væntingum til foreldra varð- andi þjálfun heima. Stjórnandi Umsjónarkennari Sérkennari Viðstaddir á vegum skólans Það er gott að allir sem koma að lestrarkennslu, lestrarstuðningi og þjálfun í árganginum séu viðstaddir svo foreldrar fái að sjá þá. Einhver af stjórn- endum skólans ætti ávallt að vera viðstaddur fræðslufund, bæði til að vera meðvitaður um skilaboðin til foreldra og eins til að undirstrika mikilvægi verkefnisins. Stjórnandi er ábyrgur fyrir því að bjóða og gera öðrum kennurum og stuðn- ingsfulltrúum skólans, kennsluráðgjafa og skólasálfræðingi kleift að sitja fund til að gera þá meðvitaða um fræðsluna og þau skilaboð sem skólinn sendir foreldrum. Stjórnandi Foreldrar sem mættu ekki Foreldrar barna með ÍSAT Stjórnandi, með aðstoð umsjónarkennara, kannar hvort og þá hverjir komu ekki á fræðslufundinn og afstaða er tekin til þess hvort rétt sé að a) boða þá á sérstakan fund. b) senda póst með helstu atriðunum og hvetja til samstarfs. Gæta þess að boða viðeigandi túlk/túlka á fundi og upplýsa foreldra um að fundurinn verði túlkaður. Eftirfylgni Umsjónarkennarar útbúa tímasett skipulag þar sem kemur fram hvað þeir ætla að minna á í vikulegu fréttabréfi. Sérkennari sér um að fylgja sínum nemendum sérstaklega eftir og kanna hvernig gengur að beita mismun- andi aðferðum í heimalestri. Stjórnandi og umsjónarkennari Stjórnandi Umsjónarkennari og sérkennari

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=