Samvinna um læsi

8 Skipulag, efni og framkvæmd Ef ætlunin er að nýta efnið til þess að halda fræðslufund þarf að huga að nokkrum atriðum: • Velja þann sem ber ábyrgð á fræðslunni hvort sem það er stjórnandi eða kennari. • Velja þann eða þá sem bera ábyrgð á framkvæmd fræðslunnar og umsýslu ef það er annar en ábyrgðaraðili. Gott getur verið að mynda teymi sem hjálpast að. • Velja markhóp fyrir fræðsluna. • Ef ætlunin er að ná til foreldra allra barna tiltekins árgangs getur verið góð hug- mynd að bjóða upp á tvo mismunandi fundartíma til að auka líkur á að allir kom- ist. Sem dæmi einn fund að morgni og annan að kvöldi. • Móta þarf stefnu um hvort þátttaka for- ráðamanna í fræðslu sé valkvæð eða hvort gert er ráð fyrir að þeir mæti. Ef sú stefna er mörkuð að allir forráðamenn skulu upp- lýstir um fræðsluefnið þarf að huga að eftirfylgni skólans varðandi þá sem ekki koma. Fræðsluefnið samanstendur af þessari hand- bók, hljóðdæmum með lestri barna og kennslumyndböndum með styðjandi að- ferðum í lestrarkennslu og þjálfun. Í handbókinni eru reitir með heitinu Stuðn- ingsefni en þar má finna krækjur á ítarefni og lestraraðferðir á neti sem hægt er að smella á til að nálgast efnið. Í framsetningu efnisins er gert ráð fyrir að haldinn sé fundur með foreldrum en með því að fá foreldra á staðinn er þeim gefið tæki- færi til að spyrja, koma með athugasemdir og þannig styrkir skólinn persónuleg tengsl við foreldra. Hægt er að nýta efnið með öðrum hætti, til dæmis er hægt að taka eitt eða fleiri efnisatriði og: • Senda heim stutt skilaboð gegnum fréttabréf, vikupistla eða samfélagsmiðla skólans. • Taka fyrir einn efnisþátt eða eina aðferð (s.s. kórlestur) og senda foreldrum mynd- bandið og jafnvel verkefni. • Kynna valda efnisþætti á haustfundum eða öðrum fundum sem haldnir eru í skólanum. • Kynna á samfélagsmiðlum skólans. Menntamálastofnun | 2021

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=