Samvinna um læsi
7 Markmið með fræðslunni er að auka þekk- ingu foreldra á gildi lestrarþjálfunar, lestrar aðferðum og kennsluháttum og að leggja grunn að samstarfi milli heimila og skóla um lestrarnám barnanna. Þannig eru auknar líkur á að námið gangi vel. Þess vegna er mikil- vægt að í hverjum og einum skóla séu skila- boðin til foreldra ígrunduð vel. Gott er að gera grein fyrir stefnu skólans varðandi sam- starfið jafnvel þó hún komi fram í læsisstefnu skólans, hvaða hlutverk eru ætluð foreldrum og rökstyðja hvers vegna. Mikilvægt er að hafa í huga að í fjölbreyttum foreldrahópi býr ýmiss konar þekking en líklegt er að flestir for- eldrarnir hafi takmarkaða þekkingu á lestrar- kennslu og þeim hugtökum og fagorðum sem eru notuð innan læsisfræðanna. Mikilvægt er að upplýsa foreldra um staðreyndir og kenna þeim aðferðir á eins einfaldan hátt og unnt er. Það er einkum þrennt sem hugmyndin um Markmið fræðslunnar öfluga fræðslu varðandi lestur og lestrarnám við upphaf grunnskólagöngu byggir á: • Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi heimalestrar, börn sem fá lestrarþjálfun heima með aðstoð foreldra ná betri ár- angri í lestri en þau sem fá litla eða enga þjálfun. • Foreldrar vilja gjarnan styðja við nám barna sinna eftir bestu getu en vantar oft þekkingu á lestri og hvernig á að þjálfa hann. • Ef kennarar ætla foreldrum stórt hlutverk í lestrarþjálfun er líklegra til árangurs að upplýsa þá um mismunandi hlutverk skóla og heimilis í lestrarnáminu og fá þeim í hendur verkfæri til þjálfunarinnar. Velji skólar að senda heim fræðslu með skila- boðum s.s. tölvupósti frekar en að boða for- eldra til fundar er sérlega mikilvægt að gæta að því að framsetning sé skýr og einföld svo upplýsingarnar komist til skila.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=