Samvinna um læsi
27 Menntamálastofnun | 2021 Áhugahvöt Hvatinn til að þjálfa lestur. Hvötin byggir á áhuga, þrautseigju og viðhorfi til þjálfunar og lestrar. Hljóðkerfisvitund Vísar til almennrar færni við að skynja hljóð- ræna uppbyggingu tungumálsins án tengsla við merkingu orða. Efsta stig hljóðkerfisvit- undar er hljóðavitundin sem felur í sér getuna til að greina stök hljóð tungumálsins sem er mikilvæg færni við upphaf lestrarnáms. Lesskilningur Skilningur á lesnum texta. Er m.a. háður orða- forða og bakgrunnsþekkingu lesara. Lestur Beiting umskráningarfærni og sjónræns orða- forða til að leggja merkingu í texta. Lesfimi Sjálfvirkur, nákvæmur lestur og gott lestrarlag (hæfilegur hraði, réttar áherslur og gott hljóm- fall). Þegar lestur er sjálfvirkur og réttur á les- arinn auðveldara með að leggja merkingu í textann. Læsi Hæfnin til að nýta sér lestur og ritun á fjöl- breyttan hátt. Orðaforði Öll orð og hugtök sem einstaklingur skilur. Góður orðaforði er forsenda alls skilnings (málskilnings, hlustunarskilnings og lesskiln- ings). Ritun Skrifleg tjáning, að læra að draga til stafs og semja texta skv. hefðum ritmálsins. Þjálfa þarf lestur og ritun jafnmikið á fyrstu stigum lestrarnáms. Sjónrænn orðaforði Sjónrænn orðaforði eru þær orðmyndir sem lesari þekkir á sjálfvirkan og fyrirhafnarlausan hátt, þarf ekki að hljóða sig í gegnum orðin og getur því einbeitt sér að merkingu þeirra. Sjálfvirkni er mikilvægur þáttur í lesfimi og því hefur stærð sjónræns orðasafns áhrif á hana. Þjálfun er lykilatriði þegar kemur að eflingu sjónræns orðaforða því nauðsynlegt er að sjá orðmyndina nokkrum sinnum, en fjöldi skipta sem það tekur að festa orðmynd í langtíma- minni er einstaklingsbundinn. Stafaþekking Að þekkja bókstafstákn og hljóð við lestur og ritun. Stafaþekking þarf að vera fullkomlega sjálfvirk svo lestrarnám gangi vel. Stýrifærni Stýrifærni gerir fólki kleift að stjórna hugs- unum sínum, tilfinningum og atferli þannig að það nái að framkvæma það sem ætlunin er. Umskráning Færni í að breyta bókstafstáknum í hljóð og tengja saman í stök orð, setningar og máls- greinar. Hugtök og skilgreiningar Hér fyrir neðan eru stuttar skilgreiningar á lykilhugtökum sem kennarar geta gripið til, ýmist með því að útskýra þau sérstaklega á nokkrum glærum eða jafnóðum og þau koma fyrir í efninu.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=