Samvinna um læsi

26 Menntamálastofnun | 2021 Tilgangur með fræðslunni er að efla sam- starf heimila og skóla um lestrarnám barna. Það skiptir máli að foreldrar átti sig á mikil- vægi lestrarþjálfunar, fái aukinn skilning á eðli lestrarnáms og upplýsingar um aðferðir til að beita við þjálfunina. Það eykur líkur á góðu gengi. Ef foreldrar ganga út af fræðslufundi og finnst þeir • vera í góðri samvinnu við skólann um lestrarnámið og hafa vægi og rödd í samstarfinu, • hafa mikilvægu hlutverki að gegna, • þekkja hlutverk sitt og hafa verkfæri til að sinna því, • geta leitað til skólans með hvers kyns vanda, þá er markmiðinu með fræðslunni náð. Að lokum Að lokum • Dragið örstutt saman það mikilvægasta. • Hvetjið til spurninga og umræðna. • Hvetjið til að haft sé samband við kennara ef áhyggjur eða spurningar vakna – allar spurningar eru mikilvægar! Glæra 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=