Samvinna um læsi

24 Menntamálastofnun | 2021 Ef heimalesturinn gengur erfiðlega Þarfir barna og fjölskyldna eru ólíkar og þrátt fyrir leiðbeiningar og viðmið um heimalestur getur þurft að aðlaga skipulagið fyrir einstakl- inga og jafnvel sinna þjálfun að nokkru leyti í skólanum þegar heimilið ræður illa við verk- efnið. Þá er mikilvægt að eiga gott samtal við foreldra, ítreka mikilvægi þjálfunar, kanna hve miklu þeir treysta sér til að sinna og e.t.v. er hægt að auka það jafnt og þétt. Ekki þarf að vera um eiginlegan lestrarvanda að ræða þó að heimalestur gangi ekki sem skyldi. Einbeitingarvandi og skortur á úthaldi getur haft mikil áhrif þegar tekist er á við svo flókið verkefni sem lestrarnámið er. Lykil­ atriði er að kennarar fylgist vel með framvindu heimalestrar og leiti leiða með foreldrunum til dæmis með því að finna hvaða efni er heppi- legast og hvaða aðferðir eru líklegastar til að henta við heimalesturinn. Sem dæmi má nefna að ef barn á erfitt með að ná tökum á bókstöfunum og hljóðum þeirra er líklegt að því fallist hendur þegar lestrarbækurnar fara að innihalda fleiri blaðsíður og fleiri línur á hverri síðu. Þá er gott að benda á styðjandi aðferðir svo barnið sjái fram úr verkefninu og sé tilbúið til að reyna. Til þess að auka líkur á að foreldrar leiti til skólans með erfiðleika þarf að gefa til kynna að lausna verði leitað með opnum huga og jákvæðni í samstarfi. Ef heimalesturinn gengur erfiðlega Leiðir til að auðvelda heimalesturinn: • Er lesefnið of þungt? Hafa sam- band við kennara og ræða málið. • Skipta heimalestrartímanum upp (t.d. í 2x5 mínútur í stað þess að lesa í 10 mínútur í einu) eða lesa í styttri tíma til að byrja með og lengja um mínútu annan eða þriðja hvern dag og auka þannig úthald barnsins. • Nota styðjandi aðferðir til að hjálpa barninu. Glæra 17

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=