Samvinna um læsi
23 Menntamálastofnun | 2021 Heimalestur: Hugað að skilningi Fyrir kemur að þær raddir heyrast að lestrar- bækur fyrir byrjendur séu innihaldsrýrar og leiðinlegar en staðreyndin er sú að textinn og uppbygging hans þarf að vera með einföldu sniði meðan börnin öðlast öryggi í umskrán- ingarfærni. Eftir því sem tímanum vindur fram og börnunum fer fram í lestri verður innihaldið meira og textinn flóknari. Þá er mikilvægt að umræður um textann verði hluti af heima- lestri. Þegar barn fær aðstoð og leiðsögn við að vakta skilning sinn, því kennt að bregðast við þegar skilning þrýtur, leita upplýsinga og bæta við orðaforða sinn er verið að styðja við lestrarfærni til framtíðar og leggja grunn að góðum lestrarvenjum. Einnig eykst þörfin fyrir rétt lestrarlag eftir því sem textinn verður inni- haldsríkari og flóknari og foreldrar þurfa oft að styðja betur við lestur barnanna. Hægt er að taka dæmi um tvo texta sem eru dæmigerðir snemma í lestrarnáminu. Hér er t.d. texti sem er á blaðsíðu 19 í Lestrarlandinu : Silli sá Ára. Silli sá il á Ára. Sá Silli il á Óla? Og texti úr lestrarbókinni Alex og Rex sem er í 1. flokki samkvæmt þyngdarflokkun Mennta- málastofnunar: -Má ég passa Rex? bað Pálína. -Bara pínulítið? bað Eydís. -Já, sagði Alex, ef þið passið hann vel. Ekki leyfa honum að éta neitt. Hægt er að setja þessa texta á glærur og benda foreldrum á hvað textinn þyngist hratt bæði með tilliti til einstakra orða, málsgreina Á Læsisvefnum má finna almenna um- fjöllun um orðaforða og lesskilning: • Um orðaforða og lesskilning Sérstök ástæða er til að benda á þessi tvö verkefni af Læsisvefnum sem innihalda gagnlegar leiðbeiningar fyrir foreldra og kennara: • Að vakta lesskilninginn • Að hugsa upphátt við lestur Stuðningsefni Heimalestur: Hugað að skilningi Við upphaf lestrarnáms eru textarnir gjarnan innihaldsrýrir og fyrst og fremst hugsaðir til að kenna umskráningu. Fljótlega verða þeir þó innihaldsríkari og þá er mikilvægt að huga einnig að skilningi og gefa tíma til að ... • ræða um persónur og aðstæður, • setja sig í spor persóna og tengja atburði við eigið líf, • fylgjast með hvort barnið virðist eiga í erfiðleikum með að skilja orð og útskýra. Glæra 16 og innihalds og tengja það við umræðu um skilning, umskráningarfærni, lestrarlag og gildi endurtekningarinnar fyrir þjálfun.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=