Samvinna um læsi
22 Menntamálastofnun | 2021 Heimalestur: Góðar venjur Heimalestur: Góðar venjur Til að auka líkur á að tíminn sem varið er í lestrarþjálfun nýtist sem best er gott að hafa eftirfarandi í huga: • Heppilegur þjálfunartími • Barn tilbúið í þjálfunina • Næði • Góð athygli og virk hlustun Glæra 15 Það er mikilvægt að koma sér upp góðum venjum í tengslum við lestrarþjálfun og til að auka líkur á að tíminn sem varið er í þjálfunina nýtist sem best er gott að hafa eftirfarandi í huga: • Veljið þann tíma sem hentar ykkar barni sem best. Fyrir suma er best að lesa strax eftir skóla, öðrum hentar að lesa þegar komin er ró eftir kvöldmat. • Að barnið sé ekki of þreytt, svangt eða annað sem orsakar vanlíðan og tekur at- hygli frá lestrinum. • Að það sé gott næði meðan lesið er, reynið að lágmarka ytra áreiti svo sem af útvarpi og snjalltækjum. • Að athygli þess sem hlustar sé öll á barn- inu og hlustunin virk. Listinn er ekki tæmandi og hægt að bæta við og breyta og nýta af honum það sem hentar hverjum skóla.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=