Samvinna um læsi

21 Menntamálastofnun | 2021 Til að ná árangri þarf þjálfun að eiga sér stað. Á glærukynningunni sem fylgir fræðslunni eru fjórar glærur sem fjalla um heimalestur. Þar eru ýmis atriði sem eru gagnleg þegar kemur að því að leiðbeina foreldrum varðandi heimalesturinn og meðal annars ábendingar til foreldra sem hægt er að nýta eftir því hvað hentar stefnu hvers skóla. Mikilvægt er að í öllum skólum sé mörkuð stefna um hvers er vænst af foreldrum varð- andi lestrarþjálfun og hvernig eigi að bregð- ast við ef samstarfið gengur ekki sem skyldi. Þessar væntingar þarf að kynna fyrir foreldrum með skýrum hætti og hér að neðan eru dæmi um atriði sem getur verið gott að fara yfir: • Hve oft á að lesa heima og hve lengi og mikið í einu? Er heimalesturinn skráður og þá hvernig? • Endurtekinn lestur; er börnunum ætlað að lesa allt eða hluta aftur? Hér er ágætt að vísa til umfjöllunar um lesfimi og sjón- rænan orðaforða. Börn þurfa á mismikilli endurtekningu að halda en mikilvægt er að foreldrar átti sig á að það þarf að styðja við og leiðrétta börnin þegar þau lesa rangt. • Virk hlustun. Til að geta stutt vel við lestur og lestrarlag þarf að einbeita sér að því að hlusta á barnið og fylgja því í textanum. Foreldri sem er á ferðinni að sinna fleiri hlutum meðan barnið les nær ekki að leiðrétta og styðja við lesturinn. • Stuðningur við lestrarnákvæmni og lestrarlag. Eins og kom fram að ofan verður að styðja við og leiðrétta ef lestur Heimalestur er ónákvæmur. Lestrarlagið er líka mikil- vægt og oft þarf að aðstoða börn með rétt lestrarlag þegar textinn þyngist. Þá þarf að fara að gæta að greinarmerkjum og lesa í réttum hendingum og í sam- ræmi við innihald textans. Lesskilningur og gott lestrarlag er samofið, þ.e. til að geta lesið með góðu lestrarlagi þarf lesarinn að vita hvað er að gerast í text- anum. Fjallað er um mótun hendinga á Læsisvef Menntamálastofnunar. • Ef ætlunin er að sýna myndböndin með styðjandi aðferðum eða senda þau heim er gott að vísa til þeirra hér, að foreldrar munu fá í hendur leiðir til að geta mætt ofangreindum atriðum. • Eftirfylgni skóla varðandi heimalestur og viðbrögð skóla ef heimalestri er ekki sinnt. Mikilvægt er að gera foreldrum grein fyrir stefnu skólans í þessummálum. Heimalestur Væntingar skóla til heimalestrar: • Hve oft á að lesa heima og hve lengi í einu? • Endurtekinn lestur • Virk hlustun • Stuðningur við lestrarnákvæmni og lestrarlag • Eftirfylgni skóla • Viðbrögð skóla ef heimalestri er ekki sinnt Glæra 14

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=