Samvinna um læsi

20 Menntamálastofnun | 2021 Í hljóðdæmunum lesa börn hluta úr lesfimi- prófi fyrir 1. bekk og lesa þau öll sama hlut- ann. Eitt barnið les með hraða sem liggur á milli viðmiða 1 og 2. Annað barnið les nákvæmlega á viðmiði 2 og þriðja barnið les nákvæmlega á viðmiði 3. Hér er notast við viðmið Menntamálastofnunar. Gott er að tengja þetta allt saman; um- fjöllun um lesfimi, umfjöllun um viðmiðin og svo hljóðdæmin. Til dæmis heyrist vel að öll börnin hljóða sig í gegnum orðin en mismikið. Það barn sem les á viðmiði 3 hefur bæði mestu færnina við að hljóða sig í gegnum orð en einnig betri sjónrænan orðaforða. Barnið sem les milli viðmiðs eitt og tvö lendir í vand- ræðum með að hljóða sig í gegnum þyngstu orðin og tapar þar með þræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=