Samvinna um læsi

18 Menntamálastofnun | 2021 Mat á lestri Lestur er metinn til að kanna stöðu hvers nemanda og bregðast við niðurstöðum þegar þarf. Inni á heimasíðu Menntamálastofnunar má nálgast matstæki stofnunarinnar (Lesferill) og upplýsingar um þau. Mikilvægast fyrir foreldra er að fá upplýsingar um: • Hver tilgangur matsins er. • Hver viðmiðin eru. • Hvernig upplýsingar munu birtast foreldrum. Einnig er hægt að nefna stuttlega hvort að- stoð og leiðbeiningar til foreldra um breyttar áherslur í heimalestrinum muni fylgja þegar þess gerist þörf. Mat á lestri í 1. bekk • Hvaða mælitæki eru notuð og hvenær? • Hvernig eru niðurstöðurnar notaðar til kennslu? • Hvernig og hvenær fá foreldrarnir niðurstöðurnar? • Gögn frá leikskólum sem hafa áhrif á framgang barns í grunnskóla skulu berast á milli stofnana samkvæmt 6. gr. laga um miðlun upplýsinga. Glæra 11

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=