Samvinna um læsi

17 Menntamálastofnun | 2021 Lesfimi er mikið rannsökuð færni og hefur mikilvægi hennar verið margsannað með rannsóknum. Til að geta einbeitt sér algjör- lega að innihaldi texta þarf lesturinn að vera að mestu áreynslulaus. Sú athugasemd að leshraði barna skipti engu máli svo fremi þau skilji það sem þau lesa heyr- ist af og til en þetta er ekki alls kostar rétt. Það að þurfa að hægja á lestrinum vegna erfið­ leika við umskráningu hefur áhrif á lesskiln- ing. Þess vegna er of hægur lestur vísbending um vanda og það er um að gera að leiðrétta þann misskilning að verið sé að reyna að ná fram gríðarlegum leshraða á kostnað lestrar- lags og skilnings. Mælingin „fjöldi rétt lesinna orða á mínútu“ segir okkur töluvert um flæði lestrarins því ef nemandi höktir, stoppar eða þarf jafnvel að endurlesa oft til að leiðrétta sig, hefur það áhrif á flæðið og þar með les- hraðann. Það er kennara og annars fagfólks, sem sinnir lestrarkennslu og mati á lestri, að rýna í alla þætti svo sem hvað veldur hægum lestri eða hvort lesturinn er áheyrilegur þrátt fyrir nokkurn hraða. Á Læsisvefnum má finna ýmsar upplýs- ingar um lesfimi, kennsluaðferðir og hvað þarf að hafa í huga varðandi lesfimiþjálfun: • Um l esfimi • Lesf imiaðferðir Í Leið til læsis, 9. kafla, má einnig finna umfjöllun um lesfimi og lesfimiþjálfun: • Leið til læsis - handbók Stuðningsefni Lesfimi einstaklings getur verið breytileg eftir textategundum og þyngd texta. Hægt er að nefna sem dæmi að sá sem les mikið af skáldsögum og á ekki í nokkrum vanda með það getur þurft að hafa meira fyrir því að lesa fræðitexta eða skýrslur svo eitthvað sé nefnt. Það er því gott að þjálfa lestur með fjöl- breyttum og misþungum textum og að text- arnir þyngist jafnt og þétt með aukinni færni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=