Samvinna um læsi

16 Menntamálastofnun | 2021 Annað tengt lestri í 1. bekk Fyrst um sinn er mikil áhersla á tæknina að læra að lesa. Gott er að foreldrar átti sig á að ýmislegt sem er gert í skólanum er hluti af lestrarnáminu og lestrarmenningu skólans. Fyrir kemur að foreldrum er ætlað hlutverk til dæmis í lestrarsprettum eða áhugahvetjandi verkefnum og því gott að gera grein fyrir því. Lesfimi Ástæða þess að mikilvægt er að ræða lesfimi og útskýra hana fyrir foreldrum strax í upphafi er sú að eitt meginmarkmið lestrarkennslu þegar til langs tíma er litið er góð lesfimi í aldurssvarandi texta. Lesfimi er afar mikilvæg færni sem er samsett úr nokkrum þáttum, tjáningu, sjálfvirkni, hljómfalli og flæði: Tjáning: Ekki er verið að tala um leiklestur en til að lesturinn hljómi eðlilega og í samræmi við innihald textans, þurfa áherslur að vera réttar og hrynjandi einnig. Réttar áherslur benda til þess að lesarinn hafi skilning á innihaldi text- ans, nemendur sem eiga í erfiðleikum lesa oft eintóna og geta illa nýtt sér greinarmerki og aðrar vísbendingar í textanum. Sjálfvirkni: Lesturinn er áreynslulaus, hraðinn er jafn og hæfir textanum og aldurssvarandi viðmiðum. Hljómfall og hendingar: Lesturinn er áheyri- legur og hendingarnar og hljómfallið eru í samræmi við innihald textans og greinar- merkjasetningu. Flæði: Nákvæmur, réttur og jafn lestur þar sem lítið er um hik. Rangt lesin orð eru leið- rétt. Annað tengt lestri í 1. bekk Nefna og kynna dæmi um lestrartengd verkefni Glæra 9 Lesfimi • Hvað er átt við með lesfimi? • Hvers vegna skiptir lesfimi máli? • Að hverju er stefnt með þjálfun les- fimi? º Mikilvægt er að tengja umræðu um lesfimi við viðmiðin. • Lesfimi einstaklings er ekki sú sama í öllum textum því er mikilvægt að þjálfa lestur í ólíkum textagerðum og að textarnir þyngist eftir því sem færni vex. Glæra 10

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=