Samvinna um læsi

15 Menntamálastofnun | 2021 forði er meiri, því færri orð þarf að hljóða sig í gegnum og lesturinn flæðir betur. Endurtekinn lestur á texta gegnir mikilvægu hlutverki í því að öðlast sjónrænan orðaforða og efla lesfimi og eru það sterk rök fyrir mikil- vægi þjálfunar. Mismunandi er milli barna hve oft þau þurfa að sjá orð til að geta lagt þau á minnið og lesið án umhugsunar. Sum ná færni í lestri að því er virðist fyrirhafnarlítið, önnur eiga í afar miklum erfiðleikum og þurfa mjög mikla endurtekningu en stærsti hópurinn nær tökum á lestrinum með hæfilegri þjálfun og nokkurri endurtekningu. Þrátt fyrir að það þyki hugsanlega liggja í augum uppi að þörf fyrir þjálfun og endurtekningu sé mismikil þegar kemur að lestrarnámi, rétt eins og í öðru sem á að læra, er gagnlegt að benda foreldrum á þessa staðreynd í tengslum við umfjöllun um umskráningarfærni og sjónrænan orðaforða. Efni um hljóðaaðferðina og sjónrænan orðaforða má finna á Læsisvef Mennta- málastofnunar: • Um hljóðaaðferðina • Sjónrænn orðaforði Tengsl lestrar og ritunar eru órjúfanleg. Tengsl stafs og hljóðs eru grunnur að hvoru tveggja og þjálfun annars styður hitt. Ritun er stundum hluti þeirra þjálfunar sem er ætlast til að fari fram heima og því er gott að útskýra þessi nánu tengsl fyrir foreldrum. Umfjöllun um þetta er inni á Læsisvef Menntamálastofnunar: • Um ritun Stuðningsefni Dæmi um verkefni nemenda Til að gera innihald fræðslunnar merkingar- bærara fyrir foreldra er gott að þeir fái að sjá raunveruleg lestrarkennslutengd verkefni unnin af börnunum, hvort sem það eru myndir af verkefnum eða að verkefnin sjálf séu til sýnis. Sem dæmi má nefna lista af orðum sem er safnað við stafainnlögn, ritunarverkefni, hljóðtengingarverkefni o.s.frv. Dæmi um verkefni nemanda Myndir af sýnishornum eða raunveruleg sýnishorn sem foreldrar geta skoðað Glæra 8

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=