Samvinna um læsi

14 Menntamálastofnun | 2021 Hvernig lesturinn er kenndur Reynsla margra foreldra af starfi grunnskóla byggist á eigin skólagöngu sem endurspeglar ekki endilega starf barna þeirra í skóla. Með því að gefa foreldrum góða innsýn í kennsluna og skipulagið auðveldum við þeim að ræða við börnin sín um námið og skólann. Ýmislegt sem kennurum þykir augljóst er það ekki fyrir foreldrum og því mikilvægt að útskýra hvernig er kennt og af hverju. Það er t.d. gott að gera foreldrum grein fyrir hvernig tímarnir ganga fyrir sig þegar lagðir eru inn stafir og hljóð og hvernig verkefni eru unnin. Líklegt er að tengsl stafa og hljóða liggi til grundvallar eða séu hluti af öllum lestrar- kennsluaðferðum sem notaðar eru í skólum hérlendis. Það er gott að fjalla um hvernig börnin, auk þess að læra hljóð stafanna og að umskrá þau yfir í orð, læra algeng orð utan að, þ.e. þau öðlast sjónrænan orðaforða og auka stöðugt við hann. Þetta tvennt vinnur saman, þ.e. stundum þurfa börn að hljóða sig í gegnum orð sem þau þekkja ekki og svo geta þau „bara sagt“ orðin sem þau þekkja án þess að hljóða sig í gegnum þau. Dæmi um þetta gæti verið málsgreinin Ég fer ekki út, sagði Rósa. Barn sem er búið að læra orð- myndirnar ég og ekki þekkir orðin og segir þau umhugsunarlítið en hljóðar sig gegnum hin orðin. Lesturinn verður því oft skrykkjóttur en það er eðlilegt fyrir byrjendur í lestri. Að öðlast skilning á þessu styrkir foreldra í því að styðja börnin við lesturinn. Það er líka gott að benda á að eftir því sem sjónrænn orða- Lestrarkennslan í 1. bekk Hvernig fer hún fram? • Stefna skólans í lestrarkennslu • Hvernig bókstafir og hljóð þeirra eru kennd: º Hve margir bókstafir eru kenndir í einu? º Hve langur tími er ætlaður í stafainnlögn? º Umskráning orða º Algengar orðmyndir º Mikilvægi endurtekningar í lestrarkennslunni º Stafdráttur Glæra 7 Umskráning orða og sjónrænn orðaforði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=