Samvinna um læsi

13 Menntamálastofnun | 2021 Mikilvægar forsendur lestrarnáms Grunnur að læsi er lagður strax á fyrstu ævi- árum. Málþroski og hljóðkerfisvitund eru mikilvægar forsendur lestrarnáms og skilnings bæði á töluðu máli og rituðu. Grunnskólar ættu að hafa upplýsingar um hljóðkerfis- vitund nemenda úr Hljóm–2 prófi sem er lagt fyrir á lokaári í leikskóla og eðlilegt er að áframhaldandi þjálfun á grundvelli þeirra upplýsinga hefjist strax að hausti í 1. bekk. Þá er gott að upplýsa foreldra um að þessar niðurstöður séu hafðar til hliðsjónar við mat á stöðu nemenda við upphaf grunnskóla- göngu. Gagnlegt er að útskýra fyrir foreldrum hvernig þeir geta þjálfað hljóðkerfisvitundina með ýmsum leikjum svo sem að ríma, finna hljóð í orðum, finna orð sem byrja eða enda á vissum hljóðum svo dæmi séu nefnd. Margar hugmyndir eru í efninu Markviss málörvun og það tekur ekki langan tíma að láta foreldra prófa nokkra leiki til að festa þá betur í minni sér. Í tilfellum þeirra nemenda sem eiga í tölu- verðum vanda er mikilvægt að sérkennari boði foreldra á fund og ræði heppilegar leiðir í þjálfun, þar sem upplýsingar á stórum fundi verða alltaf almenns eðlis. Vægi ensku í daglegu lífi barna gegnum snjall- tæki og sjónvarp hefur aukist mikið undan­ farin ár. Það er óvíst að allir foreldrar átti sig á þeirri hindrun í námi sem það er fyrir börn að skorta orð á íslensku og mikilvægt að gera þeim grein fyrir þessu, hvetja þá til að lesa fyrir börnin og gefa sér tíma til að ræða við þau. Í upphafi lestrarnáms, meðan aðaláherslan er á stafi og hljóð og umskráningu, er vandi vegna málþroska og orðaforða ekki alltaf áberandi en verður svo augljós hindrun um leið og texti þyngist. Upplýsingar um hljóðkerfisvitund og aðrar forsendur lestrar auk verkefna má finna á Læsisvef Menntamálastofnunar. Í 7. kafla Leið til læsis - handbók er einnig fjallað um eðli og þjálfun hljóðkerfisvitundar: • Um hljóðkerfisvitund • Leið til læsis - handbók • Markviss málörvun Myndbandið hér fyrir neðan sýnir hvernig hægt er að þjálfa tengsl stafa og hljóða og vinna með hljóð í orðum: • Hljóðkerfisvitund: Stafa- og hljóða- vinna með spilum Stuðningsefni Mikilvægar forsendur lestrarnáms • Lestur byggir á tungumálinu. • Hljóðkerfisvitund er færnin að skynja hljóðtungumálsins án tengsla við merkingu. Dæmi um hæfni eru ... º að ríma º að klappa atkvæði º að greina einstök hljóð í orðum º að geta t.d. skipt út hljóðum í orðum (rós/dós, rólan/rólar, rás/ rós). • Góður málþroski og orðaforði er mikilvæg forsenda fyrir velgengni í lestrarnámi. • Hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin, rýna í orð og gefa sér tíma til að ræða um inntakið. Glæra 6

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=