Samvinna um læsi

12 Menntamálastofnun | 2021 Stuðningur foreldra er mikilvægur Í snemmtækri íhlutun felst að bregðast fljótt við erfiðleikum einstakra nemenda með við- eigandi kennslu en ekki bíða og sjá til hvort þeir taki við sér. Þetta er gert til að auka líkur á að lestrarnámið gangi vel og til að koma í veg fyrir langvarandi lestrarvanda sem oft leiðir af sér minnkað sjálfstraust og vanlíðan í námi. Til að vita stöðu barnsins þarf að meta hana og á matinu eru aðgerðir byggðar. Ef ekkert er að gert verður lestrarvandinn viðvarandi. Börn sem eiga auðvelt með lestur lesa jafnan meira og taka því frekari framförum. Börn sem sæk- ist lestrarnámið illa vilja lesa minna og kom- ast yfir minna sem gerir það að verkum að þau bæta minna við orðaforða sinn. Ef þau fá ekki réttan stuðning og aðhald, komast jafn- vel upp með að lesa lítið sem ekkert, fer þeim lítið fram. Þetta hefur verið kallað Mattheusar- áhrif. Á Læsisvef Menntamálastofnunar má finna umfjöllun um lestrarkennslu og lestrarerfiðleika: • Góð lestrarkennsla • Lestrarerfiðleikar Í handbókinni Leið til læsis á bls. 27 og víðar í bókinni er fjallað um mikilvægi þess að bíða ekki og bregðast strax við þegar vísbendingar koma fram um lestrarvanda: • Leið til læsis - handbók Stuðningsefni Stuðningur foreldra er mikilvægur Fyrstu árin í grunnskólanum eru sérlega mikilvæg hvað varðar lestrarnám: • Mattheusaráhrif º Bilið milli nemenda sem eiga auðvelt með lestrarnám og þeirra sem eiga erfitt með það hefur tilhneigingu til að breikka sé ekkert að gert. • Snemmtæk íhlutun º Er að bregðast fljótt við erfiðleikum með viðeigandi kennslu. º Getur dregið úr og jafnvel fyrirbyggt vanda. Glæra 5

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=