Samvinna um læsi

11 Menntamálastofnun | 2021 Eitt af hlutverkum grunnskóla er að stuðla að góðu samstarfi og upplýsa foreldra um starfið. Farsælast fyrir nám barna er að allir sem að því koma taki höndum saman með gagnkvæmri virðingu hver fyrir þekkingu annars. Best er ef litið er á lestrarkennsluna sem sameigin- legt verkefni heimila og skóla þar sem kenn- arar eru faglegir leiðtogar og foreldrar upp- lifa jákvæðan vilja til samstarfs af hálfu skóla. Í fræðslunni ætti að tala jákvætt og hvetjandi um samstarfið og leggja þannig línurnar. Ef foreldrar upplifa sig ekki hafa vægi eða rödd varðandi nám barna sinna er ólíklegt að þeir leiti til skólans að fyrra bragði, hvort sem er með ábendingar varðandi eigið barn eða til að kalla eftir aðstoð. Ávinningur af góðu samstarfi er mikill bæði fyrir líðan og nám nemenda, rannsóknir til langs tíma hafa sýnt fram á það. Til að for- eldrar geti átt virkar samræður um skólagöngu barna sinna þurfa þeir að fá tækifæri til að kynnast skólastarfinu. Það eru ekki alltaf skýr skil á milli uppeldis og menntunar og mikil­ vægt að bæði foreldrar og kennarar vilji tak- ast á við samstarfið, veita upplýsingar á báða bóga og taka hluta ákvarðana í sameiningu. Það er mikilvæg forsenda árangurs að kenn- arar og foreldrar hafi trú á börnunum og að þau finni þessa tiltrú, m.a. í því að gerðar eru jákvæðar væntingar til þeirra bæði heima og í skóla. Kennarar, foreldrar og aðrir sem að náminu koma þurfa að hafa þá sameiginlegu sýn að hvert barn geti náð góðum árangri. Ítarefni um samstarf heimila og skóla má m.a. finna í bók Nönnu Kristínar Christiansen, Skóli og skólaforeldrar. Leggjum grunn að góðu samstarfi • Nám barnanna er sameiginleg ábyrgð heimila og skóla þó að skól- inn gegni faglegu leiðtogahlutverki. • Mestar líkur eru á að vel gangi ef heimili og skóli eru samstíga. • Gagnkvæm virðing fyrir þekkingu er mikilvæg. • Viðhorf og væntingar til lestrar- námsins skipta máli. Glæra 4 Mikilvægi foreldra og góðs samstarfs

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=