Samvinna um læsi
10 Menntamálastofnun | 2021 Kynning á efni fundar og starfsfólki Tillaga að foreldrafræðslu Foreldrafræðslan byggir á glærukynningu sem er þungamiðja fræðslunnar og er samfelldi textinn nánari lýsing á efni glæranna. Á Læsis- vefnum er einnig að finna dæmi um hvernig skólar hafa útfært fræðslu sína fyrir foreldra barna í 1. bekk. Skólar eru hvattir til að móta foreldrafræðslu sína í takt við eigin áherslur í skólastarfi og ekkert sem mælir gegn því að inntak fræðslunnar sé annað en það sem hér birtist eins og fram kemur í inngangi efnisins. Fyrstu glærurnar snúa að skipulagi fundar og því að kynna það starfsfólk skólans sem sinnir lestrarkennslu í 1. bekk og starfshætti. Ákjósanlegt er ef allir sem koma að lestrar- kennslu í 1. bekk eru viðstaddir fundinn. Verið er að kynna þá sem sinna kennslunni og mynda tengingar milli þeirra og foreldra. Með því að kynna starfsfólk og hlutverk þeirra vel er foreldrunum gert auðveldara um vik að hafa samband og leita upplýsinga. Gott er að útskýra hlutverk og skipulag stoð- þjónustu skólans og tengja við hugmynda- fræðina um snemmtæka íhlutun sem er fjallað um á glæru 5. Sú stefna að bíða og sjá til þegar börn virðast eiga í vanda er ekki lengur viðurkennd og gagnlegt fyrir foreldra að átta sig á að hlutverk stoðþjónustu er að bregðast við eftir þörfum einstakra nemenda. Samvinna um læsi Foreldrafræðsla um lestur og lestrarnám barna í 1. bekk Efni fundar • Helstu fundarefni Umsjónarkennarar og stoðþjónusta • Kynna þá sem koma að lestrarkennslu í 1. bekk. • Útskýra hvernig staðið er að stuðningi við nemendur. • Hverjir meta þörf fyrir stuðning og hvenær. Glæra 1 Glæra 2 Glæra 3
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=