Saman gegn matarsóun
5 Saman gegn matarsóun 3. Hluti. Saman gegn matarsóun í skólanum Í þriðja hluta námsefnisins verður lögð áhersla á hvað þið nemendur og skólasamfélagið í heild sinni getið gert til að koma í veg fyrir matarsóun. Hugmyndir að lausnamiðuðum verkefnum verða einnig settar fram. Sjá verkefni 8-10. • Hvað er hægt að gera við matarafganga? • Hvernig má koma í veg fyrir matarsóun í eldhúsinu, við borðhaldið og eftir máltíðina? Er t.d. hægt að nýta eitthvað af matnum í næstu máltíðir eða í nesti daginn eftir? • Efna til samkeppni milli nemenda um hvaða bekkur sóar minnst af mat. • Hvað getið þið nemendur gert til að koma í veg fyrir matarsóun utan skólans? Heima, á veitingastaðnum, í búðinni o.fl . • Skólasýning um mat og matarsóun fyrir nemendur, kennara, foreldra og nærsamfélagið. Sýndar verða niðurstöður matarsóunarverkefna nemenda sem geta verið á hvaða formi sem er, t.d. uppsettar niðurstöður rannsókna, skapandi skil, fyrirlestrar nemenda, stutt- myndir, ljósmyndir, danssýning eða myndlistarsýning. Verkefni: 1. Matarsóun almennt 2. Finnum út hvar og af hverju maturinn sóast 3. Ferðalag bananans 4. Dagsetningar 5. Mæling á matarsóun í skólanum 6. Kostnaður matarsóunar í skólanum 7. Kolefnisspor matarsóunar 8. Afgangarnir góðu 9. Saman gegn matarsóun 10. Skólasýning Afrakstur Öll verkefnin eru unnin saman í 3-4 manna hópum. Afraksturinn getur verið á ýmsu formi, til dæmis sem umræður og tenging við matarsóun, skapandi skil, skrifleg verkefni, glærusýn- ingar eða veggspjöld. Mikilvægt er að þið fáið tækifæri til að kynna afraksturinn fyrir bekkjar- félögum ykkar til að þjálfa ykkur í að standa fyrir máli ykkar frammi fyrir hóp.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=