Saman gegn matarsóun

42 Saman gegn matarsóun Kennsluaðferðir Kennsluaðferðir sem eru líklegar til árangurs eru t.d. umræðu- og spurnaraðferðir sem þjálfa samræðu og gagnrýna hugsun, leitaraðferðir sem kynna nemendum vísindaleg vinnubrögð og bekkjarfundir þar sem reynir á lýðræðislegt skipulag, umburðarlyndi og gagnkvæma virðingu fyrir skoðunum annarra. Kennsluaðferðir námsefnisins grundvallast á menntun til sjálfbærni með sérstakri áherslu á „umbreytandi nám“ ( transformative education ) og „getu til aðgerða“ ( action competence ). Þar koma saman margar kennslufræðilegar nálganir sem ýta undir frumkvæði, virkni og nýsköpun nemenda, þ.e. leitarnám, lýðræði og þátttök- unám. Kennslufræðilegu hugmyndirnar „learning by doing“ sem John Dewey setti fram í byrjun 20. aldar og er enn í fullu gildi og „leitarnám“ ( inquiry based learning ) og umbreytandi nám eru grunnurinn að þessu námsefni. Þessar kennslufræðilegu hugmyndir byggja á því að nemendur geri hlutina sjálfir og takist á við áskoranir til að komast að niðurstöðu. Með þessu móti verður lærdómurinn áhugaverðari og festist frekar í minni. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku nemandans, könnun forþekkingar hans og að nemandinn skapi sér þekkingu að fenginni ákveðinni reynslu. Nemendur munu þannig verða virkir gerendur í stað þess að lesa bara um námsefnið. Umbreytandi nám Umbreytandi nám felur í sér breytingu á því hvernig við hugsum um tilveru okkar og hvernig við tengjumst öðru fólki og náttúrunni. Námið krefst þess að nemendur hugsi á gagnrýninn hátt um eigin hugsanir og gjörðir. Umbreytandi nám á að valda breyttum skilningi á möguleikum okkar í samtíma og framtíð. Það felur í sér að við þurfum að velta fyrir okkur eigin gildum og viðhorfum, skilgreina hvaða gildi og gjörðir leiða til ósjálfbærni og finna ný gildi og viðhorf og leiðir sem leiða til sjálfbærni. Leitarnám (inquiry based learning) Aðferðin byggist á því að nemendur fá í hendur raunveruleg vandamál eða úrlausnar- efni sem þeir eiga að leysa. Viðfangsefnin eru yfirleitt leyst í hópavinnu undir leiðsögn eða verkstjórn kennara. Með leitaraðferð er leitast við að fylgja ferli vísinda með því að spyrja spurninga, afla upplýsinga, greina þær og gera þeim skil. Í leitarnámi vinna nemendur í hópum og sjálfstætt. Aðferðin krefst frumkvæðis nemenda og er áhuga- hvetjandi. Hlutverk kennarans er að vera leiðtogi sem leggur áherslu á námsferlið sjálft, hjálpar nemendum og útvegar þeim verkfæri þannig að þeir geti sjálfir fundið svör.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=