Saman gegn matarsóun

38 Saman gegn matarsóun Hæfniviðmið í lok 7. bekkjar Hæfniviðmið í lok 10. bekkjar Verkefni Reynsluheimur Nemandi getur sýnt fram á skilning á mikil- vægum gildum, svo sem kærleika, mann- helgi, félagslegu réttlæti og sýnt umhyggju fyrir öðrum mönnum og öllu lífi. Nemandi getur sýnt fram á skilning á mikil- vægi þess að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, fyrir mannréttindum, félagslegu réttlæti, jöfnuði og helgi mannlegs lífs. 3 Nemandi getur fylgt ferli orsaka og afleiðinga af gerðum manna og bent á leiðir til úrbóta. Nemandi getur sýnt fram á skilning á eðli sjálfbærrar þróunar og þýðingu hennar fyrir umhverfi, samfélag og efnahagslíf. 2 3 Nemandi getur aflað sér, metið og hagnýtt upplýsingar um menningar- og samfélagsmálefni í margvíslegum gögnum og miðlum. Nemandi getur aflað sér, hagnýtt, ígrundað og metið upplýsingar um menn- ingar- og samfélagsmálefni, sem birtast í munnlegum flutningi, samræðum, texta og myndrænum búningi. 2 3 5 Nemandi getur notað mikilvæg hugtök til að fjalla um menningar- og samfélags- málefni. Nemandi getur rökrætt mikilvæg hugtök, sem notuð eru um menningar- og samfélags- málefni. 1 4 Nemandi getur áttað sig á hvernig loftslag og gróðurfar hafa áhrif á búsetu og lífsskilyrði. Nemandi getur útskýrt megineinkenni gróð- urfars, loftslags, vinda og hafstrauma jarðar og hvernig þessir þættir móta ólík lífsskilyrði. 5 Nemandi getur lýst með dæmum áhrifum tækni og mannlegra athafna á samfélag og umhverfi. Nemandi getur greint mynstur mannlegra athafna sem móta og breyta umhverfi og búsetuskilyrðum. 2 3 5 Nemandi getur gert sér grein fyrir nýtingu og vernd auðlinda og umhverfis, hvernig hver einstaklingur getur lagt sitt af mörkum til verndar. Nemandi getur gert sér grein fyrir nýtingu auðlinda og umhverfis og gildi verndunar hvors tveggja með hliðsjón af sjálfbærri þróun. 1 2 3 5 Nemandi getur notað kort og gröf til að afla sér upplýsinga. Nemandi getur greint og fjallað um upplýsingar á kortum og gröfum og annars konar myndum. 5 6 7 9 Nemandi getur metið heimildir og ólík sjónarhorn í umfjöllun um sögu og samtíð. Nemandi getur gert sér grein fyrir hlutverki heimilda, sjónarhorna og gildismats í sögu og sameiginlegum minningum. 1 2 Nemandi getur sýnt fram á skilning á kostnaði eigin neyslu og sé læs á þau áhrif sem ýmis tilboð og auglýsingar hafa á eigin neyslu og á samfélagið. Nemandi getur tekið ábyrga afstöðu í eigin fjármálum og neyslu, verði gagnrýninn neyt- andi og geti sett sér markmið á grundvelli þekkingar á fjármálaumhverfi einstaklinga og samfélags og þeim tilboðum sem eru í boði. 1 2 3 7 Samfélagsgreinar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=