Saman gegn matarsóun

35 Saman gegn matarsóun Kennsluleiðbeiningar Markmið Í þessu verkefnahefti nemenda eru 10 verkefni sem miða að því að nemendur læri um orsakir og afleiðingar matarsóunar, hvernig hægt er að mæla matarsóun og meta kostnað og að lokum, hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir matarsóun. Skólar geta valið að taka öll verkefnin eða velja úr það sem hentar best eða sem mestur áhugi er á. Hægt er að vinna flest verkefnin á 2-4 kennslustundum en auðvelt er að taka efnið dýpra og nota meiri tíma í það ef tækifæri gefst. Námsefninu er ætlað að efla umhverfisvitund nemenda, gagnrýna hugsun og gefa þeim kost á að fjalla um hugtök eins og sjálfbærni, hnattrænt jafnrétti og lýðræði. Með sumum verkefnum fylgir heimavinna þar sem lagt er til að fjölskyldur nemenda taki að einhverju leyti þátt. Ef áhugi er á þá er hægt að nýta sóknarkvarða um lykilhæfni sem fylgir öðru náms- efni Landverndar sem heitir Hreint haf . Markmið þessa námsefnis er að nemendur: 1. skilji hvað matarsóun er og hversu víðfeðm hún er 2. skilji hvaða afleiðingar matarsóun hefur á bæði innlendum og alþjóðlegum skala (umhverfi, samfélag, efnahag o.fl .) 3. mæli matarsóun í skólanum/bekknum og reikni út kostnað matarsóunar í skólanum 4. geti fundið leiðir til að koma í veg fyrir matarsóun Markhópur Efnið er ætlað miðstigi og unglingastigi í grunnskóla. Námsefnið tengist nokkrum námsgreinum s.s. heimilisfræði, samfélagsgreinum, náttúrugreinum, en einnig upplýsinga- og tæknimennt og stærðfræði. Aðalnámskrá grunnskóla fyrir miðstig og unglingastig Námsefnið tengist helst þremur námsgreinum eins og áður er sagt. Hér eru tilgreind þau hæfniviðmið sem tengjast þessu námsefni úr heimilisfræði, samfélagsgreinum og náttúrugreinum. Hæfniviðmið í öðrum og þriðja dálki eru í lok 7. bekkjar og í lok 10. bekkjar. Númerin í fjórða dálkinum vísa í númer verkefna í þessu verkefnahefti

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=