Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 33 Í þessu verkefni er mikilvægt að vinna út frá hugmyndum nemenda. Því meira sem þau gera þetta að sínu, þeim mun skemmtilegra verður þetta og þá er lærdómurinn einnig mestur. En nemendur geta ekki unnið þetta verkefni nema með styrkri leiðsögn kennara og best er ef allur skólinn getur komið að þessari sýningu. Samvinna skólayfirvalda, kennara og nemenda er lykillinn að góðri sýningu sem allir geta verið stoltir af. Engar tvær sýningar verða eins og mikið er lagt upp úr því að nemendur finni sína eigin leið til sýna afrakstur vinnu sinnar og fjöldamargar leiðir eru í boði. Hægt verður að gera eins og vísindafólk, halda stuttar kynningar og nota powerpoint og/eða setja niðurstöður upp myndrænt á veggspjöld. Einnig geta nemendur nýtt sér ljósmyndun, kvikmyndagerð og önnur listform til að læra um viðfangs- efni verkefnisins og miðla þannig upplýsingum um verkefnið til annarra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=