Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 32 Forvinna og undirbúningur Nú eruð þið orðin sérfræðingar í matarsóun og hvað það er mikilvægt fyrir jörðina okkar að fólk hætti að sóa mat. Alveg frábært, til hamingju með þetta! Nú skuluð þið sýna öllum hinum í skólanum og fullorðna fólkinu hvernig á að fara að þessu. Það er nefnilega til fullt af fólki sem veit ekkert um málið. Verkefnavinna Skólasýning fyrir nemendur, foreldra og nærsamfélagið þar sem þið sýnið niðurstöður úr verkefnum ykkar um matarsóun. Sýningin getur verið á sviði, í salnum, sem markaðstorg, á göngunum, úti eða inni. Alveg eins og þið viljið. Bjóðið öðrum nemendum, kennurum, foreldrum og jafnvel bæjar- eða borgarstjóranum? Ítarefni fyrir kennara Hér eru tillögur að efni á sýninguna. Þetta er unnið í samstarfi nemenda og kennara og innan þess ramma sem hver skóli hefur. • Stuttar kynningar á niðurstöðum rannsókna ykkar á matarsóun skólans • Veggspjöld með niðurstöðum úr verkefnum ykkar eða t.d. ferðalagi bananans • Myndbönd með viðtölum eða stuttmyndir • Ljósmyndasýning • Listaverk úr mat sem er að sóast • Söngleikur, leikrit, dansatriði • Fara í samstarf við bókasafn, menningarhús, náttúrustofu eða annan skóla • Bjóða fjölmiðlum í heimsókn, t.d. KrakkaRUV eða einhverjum frá bæjarblaðinu. • Gera þetta að farandsýningu sem hægt er að flytja á milli staða Verkefni 10. Skólasýning

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=