Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 31 Verkefni B Hendirðu stundum mat í ruslið heima hjá þér? Klárar þú alltaf af diskinum þegar þú ferð á veitingastað? • Skrifið niður hugmyndir að því hvað þið nemendur getið gert til að koma í veg fyrir matarsóun utan skólans (heima, á veitingastaðnum, í búðinni o.fl. ). Ef ykkur dettur ekkert í hug, þá má t.d. fara inn á heimasíðuna matarsoun.is og skoða hugmyndir þar í flipanum „Hvað get ég gert“. • Farið á veitingahús í nágrenni skólans og spyrjið hvað sé gert þar til að koma í veg fyrir matarsóun. Er t.d. í boði að taka afgangana með sér heim eða panta minni skammta ef maður er ekki mjög svangur? Hvað verður um matinn sem nýtist ekki? • Farið í matvöruverslun í nágrenni skólans og spyrjið hvað sé gert þar til að koma í veg fyrir matarsóun. Eru vörur settar á afslátt sem eru við það að „renna út“ eða gefa þeir afganga til góðgerðarmála? Hvað verður um matinn sem nýtist ekki? Ítarefni fyrir kennara Verkefni A. Samkeppni í því hvaða nemendahópur sóar minnstum mat . Gott samráð þarf að vera á milli þeirra kennara sem munu koma að verkefninu. Í hluta A er lykilatriði að vinna verkefnið með matráði skólans og að nemendurnir fái góðan aðgang að eldhúsinu. Það er upplagt að vinna verkefni 5 og 9 saman en í þessum hluta er í raun hægt að einfalda útreikninga og nota bara heildarþyngd matarsóunar. Þetta verkefni er gott að vinna samhliða eða í kjölfar verkefnis 5 um mælingu á matarsóun í skólanum. Kennari, í samráði við matráð skólans, aðstoðar nemendur að mæla matarsóun í eldhúsi, við borðhaldið og eftir máltíðina. Þegar verkefnið er sett upp sem samkeppni þá er nóg að mæla þyngd þess matar og drykkjar sem sóast (eða leggja saman heildarþyngd mismunandi matvælaflokka ef verkefnið er unnið samhliða verkefni 5). Einnig mætti setja verkefnið þannig upp að sami bekkurinn mælir matarsóun sína áður en farið er í kennslu um matarsóun og svo mælir bekkurinn aftur matarsóun sína á eftir. Það ætti að mælast minni matarsóun í síðara skiptið. Verkefni B. Saman gegn matarsóun utan skólans Mikilvægt er að kennari sé á hliðarlínunni varðandi samskipti við veitingastað og matvöruverslun en það er oft árangursríkt að leyfa nemendum að spreyta sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=