Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 30 Forvinna og undirbúningur Nú eruð þið búin að læra um hvað matarsóun er, af hverju við sóum mat og hvað gerist þegar við sóum mat (verkefni 1-4). Þið eruð líka búin að mæla matarsóun ykkar í skólanum og reikna út kostnað og kolefnisspor (verkefni 5-7). Einnig eruð þið búin að læra hvað hægt er að gera við afgangana (verkefni 8). Munið líka að t.d. ávaxtahýði, eggjaskurn og bein teljast ekki sem matur. Núna skuluð þið nota þessa þekkingu til að minnka matarsóun í skólanum og koma með hugmyndir um hvað hægt sé að gera til að koma í veg fyrir matarsóun heima hjá ykkur og í nágrenni skólans. Námsgögn/efni og áhöld: Vigt, ritföng, tölva/reiknivél Verkefnavinna Skriflegt verkefni, glærusýning eða veggspjald. Verkefni A Efnið til samkeppni í því hver sóar minnstum mat. Dæmi um skiptingar í lið: bekkir, árgangar, yngsta stig/miðstig/unglingastig. Nýtið upplýsingar úr verkefni 5 til að mæla matarsóun en til að einfalda er nóg að vigta þann mat sem sóast. Veljið ykkur eina viku og vigtið matarsóun á hverjum degi (frá mánudegi til föstudags). Sá hópur vinnur sem sóar minnstum mat. Verkefni 9. Saman gegn matarsóun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=