Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 29 Bananakryddbrauð Brúnir og mjúkir bananar þykja yfirleitt ekki mjög girnilegir, þeir eru samt hið besta hráefni. Það má skera þá niður, frysta og nota í drykki en einnig er hægt að nýta þá í bananabrauð. Hér er uppskrift af kryddbrauði sem er hægt að gera hollara með því að skipta út hluta af sykri fyrir stappaða banana. • Blandið saman í skál, 4 dl hveiti, 4 dl haframjöl, 1 ½ tsk. matarsódi, 2 tsk. kanill, 1 tsk. negull, 1 tsk. engifer. • Bætið í 1 ½ dl af sykri, eða ½ dl sykri og 1-2 stöppuðum vel þroskuðum banönum. • Bætið í skálina 4 dl af mjólk. • Hrærið saman og setið í tvö lítil formkökuform eða eitt stórt. • Bakið við 200°C í um 28-35 mínútur, fer eftir stærð forma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=