Saman gegn matarsóun
Saman gegn matarsóun 28 Núðluréttur Hér er mjög góður núðluréttur þar sem einfalt er að nýta afganga af kjúklingi, soyjakjöti, lamba- eða nautakjöti og ýmsum afgöngum af grænmeti. Notið stóra, djúpa pönnu eða wok-pönnu. Pannan þarf að vera vel heit þegar steiking byrjar. • Núðlur, t.d. Traditional noodles frá Thai Choice, hálfur pakki er nóg fyrir 3-4, soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum. Gott er að vera búin að sjóða núðlurnar áður en steiking hefst. Snöggkælið núðlurnar eftir suðu og látið bíða. • Gerið dressinguna tilbúna: 1-2 tsk. sesamolía, 1-2 tsk. ostrusósa, 1-2 tsk. hlynsýróp/ hunang, 2-4 msk. soyasósa. Hristið saman, gott að blanda í glerkrukku með loki svo hægt sé að hrista vel saman. • Grænmeti skorið smátt og snöggsteikt í smá olíu; saltið og setjið aðeins af hvítlauksdufti eða merjið ferskan hvítlauk út á pönnuna. • Setjið kjötið/baunir/tófu sem þið ætlið að nota út á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur með grænmetinu ásamt tveimur eggjum sem hafa verið pískuð saman. • Setjið núðlurnar og dressinguna út á pönnuna, hrærið saman og kryddið með hvítlauk og engifer. • Berið fram með t.d. ristuðum brauðafgöngum eða naanbrauði.
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=