Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 27 Tillögur að uppskriftum • Á Ítalíu er til siðs að borða mikið brauð, þar verða því óhjákvæmilega til afgangar af brauði. Með því að setja „how italians use stale bread“ í leitarvél, fást margar girnilegar hugmyndir hvernig hægt er að nýta nokkurra daga gamalt brauð. • Setjið „eldað úr afgöngum“ í leitarvél og skoðið hvað kemur upp. Hér er t.d. búinn til nýstárlegur réttur úr fiskiafgöngum, hér eru eldaðar eggjakökur og sitt lítið af hverju sett út í sem stundum verður afgangs, hér er einfalt kjúklingapasta og hér er girnileg útfærsla af pastarétti með afgöngum af kjötáleggi. • Ef það er til afgangur af kjúklingi er mjög auðvelt að búa til pastarétt: pasta, kjúkl- ingur, steikt grænmeti sem til er í ísskápnum (paprika, spergilkál, tómatar, sveppir, blómkál og fleira) og sósa úr t.d. smurosti sem þynntur er með mjólk. Með því er hægt að nota brauð (sama hvaða brauð það er, t.d. dagsgamalt brauð eða pylsu- brauð) sem smurt er með smjöri og rifnum osti og sett í ofn í nokkrar mínútur. Með smá hvítlaukskryddi, salti og/eða oregano ásamt niðurskornum tómötum er komið hið fínasta ristað brauð (bruschetta) að ítölskum hætti. Eplakaka Ef epli eða perur eru orðnar of þroskaðar til að þykja girnilegar til átu, má búa til eplaköku. Hér er einföld og mjög góð uppskrift af eplaköku. • 2-3 epli (perur) afhýdd og skorin smátt, sett í smurt eldfast mót. • Í skál: blandið saman 1 msk. kartöflumjöl (má sleppa), 1 dl sykur, 1 dl hveiti, 1 dl haframjöl og 50 g niðurbrytjað suðusúkkulaði. • Bræðið 75 g af smjöri (smjörlíki ef gera á vegan útgáfu) og blandið við þurrefnin, hrærið saman og dreifið yfir eplin. • Bakið við 200°C í um 20 mín. eða þar til deigið er farið að brúnast. • Á sumrin er hægt að skipta eplum út fyrir ferskan rabarbara.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=