Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 26 Forvinna og undirbúningur Með smá útsjónarsemi er hægt að nýta næstum allan mat sem verður afgangs hjá okkur. Auðveldast er auðvitað að setja afganga í loftþétt box og hita þá upp daginn eftir eða nota sem nesti í hádeginu. En stundum langar okkur ekki að borða sama mat, margar máltíðir í röð og þá er gott að frysta matinn eða nýta uppskriftir og fróðleik t.d. af netinu. Með því að setja inn leitarorðin „eldað úr afgöngum“ má finna margar áhugaverðar útgáfur af nýjum réttum úr afgöngum, í þessu verkefni eru dæmi um nokkrar slíkar síður. Verkefnavinna Í þessu verkefni verður eldað úr matvælum sem annars hefðu farið til spillis. Horfið saman á þessi stuttu íslensku myndbönd um hvernig koma má í veg fyrir matar- sóun. Þarna eru dæmi tekin um hvernig nýta má papriku, spergilkál (brokkólí), tómata og fleira. Setjið „Zero Waste Iceland matarsóun“ í leitarvél youtube.com . Góð ráð: • Verið ekki hrædd við að gera tilraunir og skipta út því sem er í uppskriftinni fyrir það sem er til, t.d. ef það á að vera laukur í uppskriftinni, skiptir litlu máli hvernig laukur það er, skarlottulaukur, gulur laukur, rauðlaukur eða blaðlaukur. Það skiptir einnig litlu máli hvaða olíur eru notaðar í uppskriftir og alveg óþarfi að kaupa meira ef eitthvað er til sem hægt er að nýta. Athugið að olían af fetaostinum er prýðisgóð þegar elda á pastarétti, þar sem í henni eru yfirleitt kryddjurtir sem henta fyrir ítalskan mat. Aðalmálið er að skipta út matvælum sem hafa sömu eiginleika eða áferð. • Er ekki til egg eða ertu vegan? Hver er tilgangurinn með eggi í uppskriftinni? Egg er prótein og þá þarf að nota eitthvað annað prótein t.d. safann af kjúkl- ingabaunum (sem einnig kallast aquafaba). Þetta er ágætt að vita t.d. ef við ætlum að búa til marengs. Ef egg er notað til að halda deiginu saman (bindi- efni) t.d. þegar útbúnar eru kjötbollur, þá er hægt að blanda saman kartöflu- mjöli og vatni í stað eggja. Verkefni 8. Afgangarnir góðu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=