Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 25 Aukaverkefni Skoðið erlendar reiknivélar sem meta kolefnislosun matvæla. Athugið að stundum er talað um matarskammta en á öðrum stöðum er miðað við heilt kíló. Hér eru dæmi um tvær ólíkar reiknivélar sem setja kolefnissporið m.a. myndrænt upp og í samhengi við akstur. Unilever reiknivél (setjið „Unilever food solutions CO2 beregneren“ í leitarvél) og reiknivél frá BBC í Bretlandi (setjið „BBC Climate change food calculator: What‘s your diet‘s carbon footprint?“ í leitarvél). Ítarefni fyrir kennara Því miður er ekki enn þá til reiknivél á íslensku sem reiknar út kolefnisspor mat- væla. Til að flækja málið þá eru líka alltaf að koma nýjar upplýsingar sem geta breytt tölunum. Að auki er kolefnissporið mismunandi eftir aðstæðum hverju sinni, íslenskur matur er t.d. ekki endilega með sama kolefnisspor og erlendur matur. Kolefnisspor stækkar með aukinni fjarlægð frá upprunalandi því flutningi með skipum/bílum/flugi fylgir einnig kolefnisspor. Ósjálfbær landbúnaður veldur landeyðingu, sem verður einnig að taka með í reikn- inginn til að tölurnar séu réttar. Almennt gildir að matvæli úr dýraríkinu hafa hærra kolefnisspor en matvæli úr plönturíkinu. Til að einfalda útreikninga fyrir nemendur þá eru helstu matvælin sett upp í kolefnistöflu. Í töflunni eru heimsmeðaltölin ásamt minnsta og mesta kolefnisspori. Tölurnar eru fengnar úr samantektarrannsókn á kolefnisspori ýmissa matvæla í heiminum og byggt er á 369 ritrýndum vísindagreinum. Ef matvæli vantar í töfluna þá má sjá fleiri matvæli í töflum 4 og 5 í vísindagreininni og nota skal meðaltal (mean). Vísindagreinin Clune S. Crossin E. and Verghese K. (2017). Systematic review of greenhouse gas emissions for different fresh food categories. Journal of Cleaner Production, Volume 140, Part 2, Pages 766-783. https://doi.org/10.1016/j.jclepro.2016.04.082

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=