Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 24 Verkefnavinna Þetta verkefni er unnið í framhaldi af verkefnum 5 og 6. Notið gögnin úr verkefnum 5 og 6, styðjist við upplýsingar um þyngd matvælanna sem var sóað. Leitið svara við eftirfarandi spurningum: 1. Hvort er með stærra kolefnisspor, hveiti eða kýr? Af hverju haldið þið að það sé? 2. Er mikill munur á minnsta og mesta kolefnisspori fyrir matvælin í kolefnistöfl- unni? Af hverju er sá munur? 3. Reiknið út hve mikla kolefnislosun hefði mátt koma í veg fyrir með því að borða matinn í stað þess að fleygja honum (og kaupa þar með eitthvað annað). Notið kolefnistöfluna. 4. Hvað hefði verið hægt að gera til að koma í veg fyrir þessa sóun? 5. Hvaða kosti hefur það fyrir umhverfið að minnka kjötát eða sleppa því að borða kjöt og dýraafurðir? 6. Setjið niðurstöðurnar upp í töflureikni, búið til línurit/stöplarit og kynnið fyrir bekknum. Setjið inn í kynninguna dæmi um hvað skólinn gæti gert til að koma í veg fyrir sóun á mat.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=