Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 22 Verkefnavinna Hvað kostar maturinn sem sóast í skólanum? Skoðið nýlegar verðkannanir á matvörum á Íslandi og leitið svara við eftirfarandi spurningum. 1. Er munur á matvöruverði eftir verslunum? 2. Hvaða verslanir eru með lægsta og hæsta verðið? 3. Af hverju haldið þið að verðið sé svona mismunandi? 4. Hvað væri hægt að kaupa fyrir peningana sem sparast ef engum mat væri sóað? 5. Notið gögnin úr verkefni 5 og reiknið út kostnaðinn á sóuðum mat í skólanum. Notist við bæði hæsta og lægsta matvöruverð til samanburðar. Setjið niður- stöðurnar upp í töflureikni, búið til línurit/stöplarit og kynnið fyrir bekknum. Setjið inn í kynninguna dæmi um hvað skólinn gæti keypt fyrir peningana sem hægt væri að spara ef engum mat væri sóað. Ítarefni fyrir kennara Kennari aðstoðar nemendur við að finna raunvirði matareininganna og reikna út hve miklum peningum er verið að sóa með því að henda matnum. Hægt er að reikna út meðalverð úr verðkönnunum eða láta nemendur reikna bæði út kostnað miðað við lægsta og hæsta vöruverð, til samanburðar. Það gæti verið skemmtilegt að setja kostnaðinn vegna matarsóunar upp í mis- munandi mælieiningar eins og hvað eru þetta margar bækur, blýantar, snjalltæki, borðtennisspaðar eða jafnvel ísbúðarferðir fyrir bekkinn eða breytingar á skólalóð. Kannski mætti semja við skólastjórnendur um verðlaun fyrir minni matarsóun og að eitthvað verði keypt í skólann (t.d. borðtennisborð, fótboltaspil eða þythokkí) fyrir andvirði þess sem sparast. Hægt væri að gera veggspjald í skólastofunni eða á ganginum og teikna upp súlu frá 0 upp í verðlaunin og merkja inn hvað það hafa sparast miklir peningar upp í þau með því að minnka sóun.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=