Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 21 Forvinna og undirbúningur Þetta verkefni er unnið í framhaldi af verkefni 5 og sett upp sem reikningsdæmi. Vinnið úr niðurstöðum í töflureikni. Notist við nýjustu verðkönnun ASÍ (Alþýðusam- band Íslands) á matvöru eða kannið vöruverð í matvörubúð í nágrenni ykkar. Kostnaður matarins sem við sóum Matur kostar peninga, alveg eins og föt, símar og húsnæði. Þegar mat er sóað, þá er líka verið að sóa peningum og alveg eins hægt að henda peningunum beint í ruslið. Með því að sóa ekki mat, er hægt að spara háar fjárhæðir, jafnvel tugi þúsunda á ári. Flestir myndu líklega frekar vilja gera eitthvað skemmtilegra fyrir peningana sína en að tapa honum í sóuð matvæli. En matur er misdýr, kíló af gúrkum kostar t.d. ekki það sama og kíló af fiski. Verkefni 6. Kostnaður matarsóunar í skólanum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=