Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 20 Verkefnavinna Kennari, í samráði við matráð skólans, aðstoðar ykkur við að mæla matarsóun í skólaeldhúsi, við borðhaldið og eftir máltíðina. Vinnið úr niðurstöðum í töflureikni. Verkefni 1 . Mælið hve miklum mat er sóað í skólanum. Hér þarf að fá t.d. matráð og/eða heimilisfræðikennara til að aðstoða. Svarið eftirfarandi spurningum. 1. Hve mikill matur fer til spillis við undirbúning máltíða? 2. Hve miklum mat er spillt við borðhaldið (sem er skafið af diskunum)? 3. Hve mikill tilbúinn matur verður eftir í lok máltíðar (sem situr eftir þegar allir eru búnir að fá sér) og er ekki nýttur áfram? Verkefni 2. Metið hlutfall mismunandi fæðuflokka sem er sóað. 1. Fiskur, kjöt, egg, baunir, hnetur 2. Feitmeti (smjör, olíur o.fl .) 3. Kornvörur 4. Grænmeti 5. Ávextir, ber 6. Mjólk, mjólkurvörur Verkefni 3. Hvernig má koma í veg fyrir matarsóun í skólanum? 1. Í eldhúsinu 2. Við borðhaldið 3. Eftir máltíðina, nýtist eitthvað af matnum í næstu máltíðir? 4. Hvað verður um matinn sem ekki nýtist? Ítarefni fyrir kennara Dæmi frá Landlæknisembættinu um fæðuhringinn og skiptingu í fæðuflokka . Hægt er að taka þetta verkefni skrefinu lengra og setja upp sem keppni milli nem- enda (sjá verkefni 9) í því hvaða bekkur eða nemendahópur sóar minnst af mat. Gott samráð þarf að vera á milli þeirra kennara sem munu koma að verkefninu. Með góðum vilja er hægt að skoða matarsóun í mörgum fögum sem kennd eru í skólum, t.d. heimilisfræði, stærðfræði, dönsku, ensku, listgreinum o.fl . Lykilatriði er að vinna verkefnið með matráði skólans og að nemendurnir fái góðan aðgang að eldhúsinu. Það er upplagt að vinna verkefni 5, 6 og 7 saman. Ef áhugi er á að efna til samkeppni milli nemenda (verkefni 9) þá er gott að nýta undirbúninginn og vinna þessi verkefni saman eða í framhaldi af hvort öðru.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=