Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 18 Verkefnavinna Finnið 10 matvörur heima hjá ykkur, eða í skólaeldhúsinu, sem hafa annaðhvort best fyrir eða síðasti notkunardagur dagsetningar (t.d. fimm í ísskáp og fimm í öðrum skápum). Það er mjög gott að gera þetta með einhverjum öðrum í fjölskyldunni eða kennara. Merkið blað með nafni ykkar og dagsetningunni í dag og svarið eftirfarandi spurningum fyrir hverja og eina matvöru: 1. Hvaða matur er þetta? 2. Hvort er best fyrir eða síðasti notkunardagur á matvörunni? 3. Hvaða dagsetning er á matvörunni? 4. Er þessi matvara „útrunnin“ eða skemmd? 5. Ef matvaran er runnin út á best fyrir dagsetningu, hvernig er best að finna út hvort hún er samt í lagi? 6. Hvernig er hægt (eða hefði verið hægt) að koma í veg fyrir að þessi matvara skemmist? 7. Ef þetta verkefni er unnið heima þá skuluð þið fara með blaðið í skólann þegar þið eruð búin að svara öllum spurningunum og ræða með kennara. Ítarefni fyrir kennara Á heimasíðu Matvælastofnunar er að finna allar upplýsingar um merkingar matvæla og geymsluþol. Myndband á ensku um reglugerðir um dagsetningar og gagnrýni á þær: Leitarorð á vimeo.com: EXPIRED? Food Waste in America

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=