Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 17 Forvinna og undirbúningur Þið getið unnið þetta verkefni ein með foreldrum ykkar í heimahúsi eða í litlum hópum í skólaeldhúsi og þá í samráði við t.d. matráð eða heimilis- fræðikennara. Umræður í lokin fara þó alltaf fram í skólastofu með kenn- ara og samnemendum. Það hafa eflaust flestir tekið eftir allskonar dagsetningum á umbúðum matvæla. Best fyrir, síðasti notkunardagur, síðasti neysludagur, fram- leiðsludagur og pökkunardagur. Hvað þýðir þetta eiginlega? 1. Best fyrir dagsetningin er sú algengasta og mikil matarsóun á sér stað vegna þess að fólk skilur ekki hvað hún þýðir. Best fyrir þýðir nefni- lega alls ekki að maturinn sé skemmdur daginn eftir heldur er átt við að framleiðandinn ábyrgist bestu gæði fram að þessari dagsetningu. Þetta er því algjört lágmarksgeymsluþol og maturinn getur verið í góðu lagi í langan tíma eftir að best fyrir dagurinn hefur liðið hjá. Það fer alveg eftir því um hvaða matvæli er að ræða hvað þau geymast lengi. Mjólkurvörur geta geymst í marga daga og jafnvel vikur eftir best fyrir dagsetninguna á meðan þurrvörur og niðursuðuvörur geta geymst í marga mánuði, jafnvel mörg ár fram yfir best fyrir dagsetninguna. Besta ráðið er að nota nef, augu og munn. Þessi skynfæri okkar nýtast vel til að meta hvort maturinn sé í lagi eða ekki. Hunang og sykur geta t.d. geymst í margar aldir. Salt endist að eilífu enda er það steinefni sem er að mestu gert úr frumefnunum natríum og klór. Það er því allt í lagi að borða matvöru sem er komin fram yfir best fyrir dagsetning- una en hér þarf að horfa á matinn og þefa af honum. Ef hann lítur vel út og engin eða góð lykt, þá ætti að vera í lagi með matinn. 2. Síðasti notkunardagur (síðasti neysludagur eða notist eigi síðar en) er öðruvísi en best fyrir dagsetningin og ef maturinn er svona merktur þá getur verið skaðlegt heilsu okkar að borða hann eftir að dagsetningin er útrunnin. Þessi tegund af merkingu er sett á mjög viðkvæmar vörur (eins og t.d. kjöt og fisk) þar sem skaðlegar örverur geta byrjað að vaxa eftir ákveðinn tíma. 3. Framleiðslu- eða pökkunardagur eru bara upplýsingar fyrir verslunarstarfsmenn og þarf bara að passa að rugla ekki saman við hinar dagsetningarnar. Verkefni 4. Dagsetningar

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=