Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 16 Verkefnavinna Skriflegt verkefni, glærusýning eða veggspjald. Takið saman ferðasögu bananans frá vöggu til grafar. Munið eftir að hafa með öll þau skref sem þið haldið að séu tekin á þessu ferðalagi. Mikilvægar spurningar: • Hvað eru myndböndin EKKI að segja okkur? • Fær allt verkafólk mannsæmandi laun? Bæði í Kosta Ríka og á Íslandi? Vinnur það við góðar aðstæður? • Hvaða bananar komast í gegnum fegurðarsamkeppnina? • Hvað verður um ljótu bananana? Eru þeir svo ljótir? Of bognir eða of beinir. • Eru bananar of ódýrir? Hvað er ekki inni í verðinu á banana á Íslandi? • Af hverju hendum við bönunum? • Er stórt kolefnisspor af ferðalagi bananans? • Hvernig tengist saga bananans við loftslagshamfarir í heiminum? Aukaverkefni 1. Horfa á fyrirlestur Tristram Stuart þar sem hann talar um ljótan mat, m.a. banana. Þetta verkefni hentar eldri nemendum sem skilja ensku vel. Leitarorð á youtube: „Tristram Stuart: The Beauty of Ugly Food | Nat Geo Live“. Umræður á eftir. 2. Síðasta kennslustund gæti farið í að baka eitthvað sem nýtir gamla banana (t.d. lummur og bananabrauð). Hentar sem heimilisfræðiverkefni eða samvinnu- verkefni í samfélagsfræði, heimilisfræði og náttúrufræði. Setjið „ lummur “ eða „bananabrauð“ og jafnvel „ vegan “ í leitarvél og þá koma upp margar skemmti- legar uppskriftir. Sjá nánar ásamt fleiri tillögum í verkefni 8. Einnig er hægt að skipta út sykri í hvaða kryddbrauðsuppskrift sem er fyrir banana, u.þ.b. 1-2 bananar fyrir hvern dl af sykri. Ítarefni fyrir kennara Ef nemendum er sett fyrir að horfa á myndbandið heima þarf að ítreka við foreldra að sitja með börnum sínum og útskýra/þýða efni myndbandanna þar sem það er á ensku (hægt er að stilla á enskan texta). Einnig væri hægt fyrir kennarann að spila myndböndin í innlögn verkefnisins. Þegar nemendur hafa horft á myndböndin er mikilvægt að hafa umræður um innihald þeirra, þ.e. fá fram hugmyndir nemenda, leiðrétta ranghugmyndir og mynda sameiginlegan skilning á hugtökum tengdum umhverfismálum. Sjá skilgreiningar á ýmsum hugtökum, t.d. lífbreytileiki, hnattrænt jafnrétti, sjálfbærni og umhverfiskostnaður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=