Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 15 Forvinna og undirbúningur Áður en byrjað er á þessu verkefni er mjög gagnlegt að hlusta og horfa á tvö myndbönd sem eru um 4 og 6 mínútna löng. Horfið á þau (t.d. með foreldrum sem hjálpa við að útskýra) áður en þið komið í tímann, eða í tímanum með kennara. Bæði myndböndin eru á ensku. Myndbönd Fyrra myndbandið (4 mín.) er frá bananaframleiðanda í Kosta Ríka og sýnir ferðalag bananans frá uppskeru til búðar. Leitarorð á youtube.com : „The Journey Of Bananas: From Land To Your Hand“. Seinna myndbandið (6 mín.) er frá bananafram- leiðanda sem ræktar lífræna banana og er með Fair trade vottun. Leitarorð á youtube. com: „Organic Banana + ColimanBrand“ Bananar ferðast þvert yfir hnöttinn Það eru ekki til mörg bananatré á Íslandi en þó eru nokkur til í gróðurhúsum, t.d. hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Hveragerði. Bananarnir sem hægt er að kaupa í búðum eru því ræktaðir annars staðar á hnettinum og fluttir til Íslands. Í þessu verkefni munuð þið kafa ofan í ferðalag bananans frá því hann er ræktaður, t.d. í Kosta Ríka og þangað til hann kemur heim til ykkar eða í skólann á Íslandi. Verkefni 3. Ferðalag bananans

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=