Saman gegn matarsóun

Saman gegn matarsóun 14 Af hverju hendum við mat? Ömmur okkar, afar, langömmur og langafar henda/hentu yfirleitt aldrei mat. Af hverju ekki? Jú, því matur var ekki sjálfsagður hlutur þegar þau ólust upp. Matur var talinn mjög verðmætur og það þótti alveg fáránlegt að sóa honum. Alveg jafn fáránlegt og að henda peningaseðlum í ruslið (sem er reyndar enn þá fáránlegt, ekki satt?). Tímarnir hafa breyst mikið síðustu áratugina. Í dag eru ótal ástæður fyrir því að mat er hent. Stundum hendir fólk mat af því að það eldaði of mikið eða of mikið var sett á diskinn, stundum er maturinn orðinn ónýtur eða fólk heldur að hann sé ónýtur og stundum nennir fólk bara ekki að borða matinn sem var keyptur. Verkefnavinna Skriflegt verkefni, glærusýning eða veggspjald, þar sem þið leitið upplýsinga og myndefnis á netinu um hvar matarsóun fer fram og af hverju mat er hent. Ræðið í hópum og komið með dæmi um hvernig mat er sóað á þessum stöðum. Þið getið notað netið til að finna upplýsingar en munið að skoða allar síður á gagn- rýninn hátt. 1. Á akrinum og við uppskeru. Er stundum framleiddur of mikill matur? Hvað verður um „ljóta“ matinn“? Haldið þið að ljótt grænmeti smakkist eitthvað öðruvísi en fallegt grænmeti? 2. Framleiðsla og meðhöndlun. Er alltaf allur hluti matarins notaður? 3. Matvörubúðir og smásala. Hvað verður um matinn sem enginn kaupir? 4. Veitingastaðir og mötuneyti t.d. skóla. Klárið þið alltaf allan mat af diskunum? Takið þið afganga með heim? 5. Neysla. Hvernig sóast maturinn á heimilum okkar? Takið dæmi af sjálfum ykkur. Ítarefni fyrir kennara Bandarískt skólaverkefni þar sem nemendur gerðust matarsóunarspæjarar á sínu eigin heimili. Leitarorð á youtube.com : „Kids Go Undercover to Discover Food Waste in their Homes“ Spjallþáttastjórinn John Oliver talar um matarsóun. Hentar vel fyrir kennara og eldri nemendur sem skilja ensku vel: Leitarorð á youtube.com : „Food Waste: Last Week Tonight with John Oliver (HBO)“

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=